Hlín - 01.01.1955, Side 55
Hlin
53
Jeg, sem þessar línur rita,
hef þekt Katrínu allmikið í
meira en 40 ár, og oft hef
jeg verið samvistum við
hana um lengri og skemri
tíma, og man jeg aldrei til
að jeg sæi liana (iðruvísi en
Ijúfa, hlýja og góða. Hjá
henni heyi'ðist aldrei æðru-
orð, og aldrei hef jeg heyrt
hana leggja neinum last-
yrði. Hún var áreiðanlega
ein þeirra, sem öllum vildi
vel og alt vildi færa til betri
vegar. — Slíkar manneskjur eru vissulega salt jarðar, hver
í sínum verkahring og hvar sem þær fara.
Katrín fæddist 2. janúar 1863 að Kópsvatni í Hruna-
mannahreppi. Voru foreldrar hennar Sigurður Magnús-
son frá Syðralangholti og Kristín Jónsdóttir frá Kópsvatni,
annáluð merkis- og sæmdarhjón. — Ólst Katrín þar upp
á mannmörgu heimili og glaðværu og í allstórum svst-
kinahópi. Voru systkinin sex, er upp kornust, öll vel
greind, sönghneigð og ljóðelsk. — Ekki ljekk Katrín aðra
mentun en þá, sem þá var almennust, og góð heimili gátu
veitt. En þar mun Kópsvatnsheimilið liafa staðið í allra
fremstu röð. Var þar bókakostur meiri en gerðist — og
kunnugir hafa sagt mjer, að Sigurður á Kópsvatni hafi
verið óvenjulegur bókamaður og mikilmenni. Hann
keypti hverja nýja bók, sem hann náði í, og stundum jafn-
vel tvö eintök af sömu bók, til þess að geta lánað annað
þeina nágrönnum sínum og sveitungum — og hann las
upphátt á kvöldum fyrir börn sín og heimilisfólk, eins
og reyndar víða var siður, og ræddi um efni bókanna. —
Kristrún, móðir Katrínar, var einnig mikil ágætiskona,
og svipaði Katrínu mjög til hennar um alla skapgerð. —
Katrín ifjekk því gott veganesti í foreldrahúsum, þótt ekki