Hlín - 01.01.1955, Page 58
56
Hlin
börn, sem uirðu augasteinar hennar. — Tveir drengir báru
nöfn látinna eiginmanna hennar, Egill og Eyvindur. —
Það var líka gott fyrir börnin á heimilinu að leita til
ömmunnar, og lijá henni lærðu þau sögur og sagnir, Ijóð
og lög, sem hún kunni svo mikið af. — í Stardal eignaðist
hún líka nýja vini í nýju umhverfi og ávann sjer vináttu
og hylli nágranna og sveitunga, og á heimilinu þótti öll-
um vænt um hana og vildu ljetta henni byrði ellinnar.
Katrín var ekki heilsusterk, og átti oft við vanheilsu að
stríða, og þó lifði hún það að sjá á bak tveimur eigin-
rnönnum, annari stjúpdótturinni, og öllum systkinum
sínum. — Á síðustu árum var hún orðin all lirum og elli-
móð, en hjelt þó altaf fullri rænu. — Síðastliðinn vetur lá
hún rúmföst að mestu, en komst þó aftur á fætur, er leið
að vori, og lifði þetta síðasta sólríka sumar og fylgxli oftast
föturn. — Síðasta dag æfinnar, 16. september, einn hinn
fegursta þessa sumars, var henni hjálpað í föt og hún
leidd út í sólskinið. Sat liún þar um stund og hafði orð á
því, hve blessuð sólin hlýjaði vel sínurn gömlu, köldu fót-
um, og gladdist eins og barn yfir góða veðrinu. —
Skömmu síðar var henni aftur fylgt inn til stofu, og þar
settist hún á legubekk, en rjett á eftir lmeig hún út af og
var brátt örend, eins og ljós, er slokknar, þegar eldsneyti
er þrotið. — Var andlát hennar því fagurt eins og alt líf
hennar hafði verið.
Mig langar að lokum, kæra Katrín, að þakka þjer. fyrir
margar ánægjulegar samverustundir, Jrakka Jajer fyrir vin-
semd þína og alla þína miklu góðvild í minn garð og
móður minnar, og jeg vil einnig þakka þjer fyrir alt þitt
fagra, friðsæla og fórnfúsa æfistarf.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi.“
Margrjet Jónsdóttir, kennari.