Hlín - 01.01.1955, Page 59
Hlin
57
Hólmfríður Brynjúlfsdóttir.
Fædd 11. september 1864. — Dáin 27. ágúst 1915.
Hólmfríður fæddist að
Kervogi í Strandasýslu 11.
sept. 1864. Hún mun hafa
flust ung með foreldrum
sínum, Steinunni og Brynj-
úlfi, til Breiðafjarðar, og
dvalið mestan hluta upp-
vaxtaráranna í Rúffeyjum
og Rauðseyjum. (Ætt lienn-
ar þekki jeg ekki.) — Hún
stundaði nám við Kvenna-
skólann í Reykjavík. — Um
1890 giftist hún Oddi HA-
konarsyni, söðlaSmið á
Kjarlaksstöðum íDalasýslu.
— Oddur var fæddur 4. mars 1866, sonur Hákonar Odds-
sonar, bónda og gullsmiðs á Kjarlaksstöðum, og Kristín-
ar Jónsdóttur konu hans, er lengi bjuggu þar rausnarhúi.
— Hólmfríður og Oddur bjuggu stórbúi á Kjarlaksstöð-
um í aldarfjórðung, eða þar til Hólmfríður andaðist 27.
ágúst 1915. — Þau eignuðust einn son, Hákon að nafni, er
komst til fullorðinsára, en dó 'þá ókvæntur og barnlaus. —
Auk þess ólu þau upp 3 fósturbörn. — Hólmfríður var
óvenjulega fjöihæf kona: Gáfuð, glaðlynd, söngelsk og
svo brjóstgóð, að hún mátti ekkert aumt sjá. — Heimili
þeirra hjóna var annálað fyrir gestrisni og myndarskap.
— Mátti segja, að þar væri „Skáli um þjóðbraut þvera",
enda lá þjóðvegurinn um hlaðið.