Hlín - 01.01.1955, Page 60
58
Hlín
FÓSTRA MÍN.
Jeg man hana fóstru mjög vel enn,
mun henni aldrei gleyma.
Og kynni mörg, við konur og menn,
á Kjarlaksstöðum heima.
A stóru heimili stöðu hún hlaut,
sú staða’ er ei öllum hent.
En gæfan með henni gekk á braut
og gaf henni rausn og ment.
Hún gaf henni líka göfugt hjarta,
svo glaða og öra lund.
Enginn þurfti um aðbúð að kvarta,
er á hennar sótti fund.
Fátæka’ og ríka hún færði í bæinn
og fagnaði’ af hjartans lyst.
Sjerstaklega mjer sýndist hún lagin
að sinna þeir voluðu fyrst.
Margur hrjáður, maður og kona,
munu hafa gist þann rann.
En fóru burt með fjölda vona,
þau fundu þar kærleikann.
Hún færði að gjöf svo furðu margt
og fylgdi þeim út á hlað.
í augum var tár, en brosið bjart,
og besta gjöfin var það.
Jeg sje hana starfa í stórum bæ
og stjórna með eiginmanni,
björgina sækja um breiðan sæ,
það borið get jeg með sanni.
Jeg sje hana sníða og sauma flík,
setja rósir á klæði.
og ætíð var hún af orku rík,
alskonar lært hafði fræði.