Hlín - 01.01.1955, Page 62
60
Hlín
Með sínu nefi þó syngi hvur,
það síst er með geði höstu.
Jeg finn hana verma fót og kinn,
fara’ um þau móðurhöndum.
Og lagin var hún, það líka jeg finn,
að leysa úr málefnum vöndum.
Jeg sje hana fóstru á sjúkrabeði
er sálin til ferðar var búin.
Ur augum hennar skein ást og gleði,
af ásjónu ljómaði trúin.
Hún átti svo viðkvæma, auðuga sál,
að öllum vildi hún hlynna.
Og umhyggjan var henni áhugamál,
en ekki til launa að vinna.
Jeg sje hana í anda við sundin blá
og sólskin á Breiðafirði.
Þar lengi jeg minningar ljúfar á,
sem líka’ eru mikils virði.
Agnes Guðíinnsdóttir, Ytra-Skörðugil, Skagafjarðarsýslu.
Kristrún Gísladóttir
Fædd 9. júní 1864. — Dáin 10. mars 1941.
Kristrún, seinni kona Jóns Gestssonar í Villingaholti í
Flóa, var dóttir Gísla Guðmundssonar, bónda í Bitru í
Hraungerðishreppi, og konu ihans, Ingveldar Eiríksdótt-
ur, bónda í Kampholti, og Kristrúnar fyrri konu hans.
Kristrún var fædd 9. júní 1864 og ólst upp hjá foreldr-
um sínum í Bitru. — Hún giftist lóni í Villingaholti
árið 1901.