Hlín - 01.01.1955, Page 63
Hlín
61
Kristrun var rnikil
hagleikskona og leysti
öll sín störf af hendi
með miklum myndar-
skap. — Einkum fór mik-
ið orð af því hve list-
feng hún var í hannyrð-
um öllum. — Hafði hún
numið þær hjá móður
sinni oo- frú Stefaníu Si<>-
o o
urgeirsdóttur, konu síra
Sæmundar Jónssonar í
Hraungerði. — Hún var
söngelsk og hafði söng-
rödd góða. — Búkona
var hún mikil, og 1 jet sjer jafn hugað um utanbæjarstörf
sem innanbæjar. — Gestrisin var hún mjög, og ljet sjer
eigi síður ant um hund og liest ferðamannsins en hann
sjálfan, Iþví hún var dýravinur svo mikill, að hún vildi
hverju kvikindi got-t gera. — Oft.vjek hún og góðu að
fátækum, og hafði ekki í hámælum. — Hún þótti ágæt
húsmóðir, og 1 jet sjer ant um líðan allra á heimilinu. —
Oft var mannmargt í Villingaholti. — Barnakensla fór
þar fram á hverjum vetri í mörg ár. — Hefur þá komið
sjer vel góðvild og nærgætni húsfreyjunnar. — Jón í Vill-
ingáholti var þjóðhagasmiður, varð þjóðkunnur maður
vegna framleiðslu sinnar á spunavjelum. — Synir þeirra
hjóna, Gestur og Kristján, hafa erft tfjölhæfni og hagleik
foreldra sinna. Frá þeim hafa margar spunavjelar borist
víðsvegar um landið.
Kristrún andaðist 10. mars 1941.
Frásögn þessi er að mestu eftir manni, sem ólst upp í
Villingiaholti, Jóni Gunnarssyni, bróður Freysteins skóla-
stjóra Kennaraskólans,
Kristrún Gisladóttir.