Hlín - 01.01.1955, Page 65
Hlin
63
Rannveig H. Lindal.
Rannveig hiafði starfað
að mörgu og með mörg-
um um sína daga: Var
kennari við húsmæðna-
skóla, bæði á Blönduósi
og Staðarfelli. Var barna-
kennari bæði á íslandi
og í Noregi, var 2 ár í
Grænlandi á vegum
Búnaðarf jelags íslands,
fimm ár umferðakenn-
ari í verklegum fræðum
á Norðurlandi (Sam-
bandssvæði norðlenskra
kvenna).
Síðustu 9 árin var
Rannveig Líndal for-
stöðukona Tóvinnuskólans á Svalbarði við Eyjafjörð. —
Þegar jeg rjeðist í það að stofna Tóvinnuskólann 1946,
gat jeg ekki hugsað mjer neina konu til forstöðu aðra en
Rannveigu Líndal vegna mannkosta hennar og hæfileika,
enda reyndist hún starfinu ágætlega vaxin. — Allir unnu
Rannveigu, og þekking hennar og lífsreynsla nutu sín vel
í starfinu. — Söngment hennar og brennandi áhugi fyrir
söng og lil jómlist settu sinn ljetta og glaða svip á skólann.
— Alit mitt á henni og virðing fyrir hæfileikum hennar
og mannkostum brást aldrei. — Hún fylgdi áreiðanlega
boði meistarans að þjóna, svo óeigingjörn og fórnfús var
hún að af bar.
Guð blessi þig, Rannveig mín, og þakka alt gott, alla
samveru! Akureyri, 20. júlí 1955.
Halldóra Bjamadóttir.*)
*) Þessi fáu minningarorð birtust í Akureyrarblaði fáum dög-
um eftir andlát Rannveigar. — Þó kaflinn um merkiskonur sje
þegar kominn í Prentverkið, bæti jeg þessum fáu orðum við, því
sannarlega var Rannveig Líndal merkiskona.