Hlín - 01.01.1955, Page 66
64
Hlin
Uppeldis- og fræðslumál.
Erindi
Flutt á fjörutíu ára afmæli S. N. K. á Akureyri
4. júlí 1954.
Kæru fjelagssystur- Hciðruðu gestir!
Jeg hafði dregist á iþað við formann Sambandsins að
segja hjer nokkur orð, og varð þá fyrst fyrir mjer það
málið, sem altaf ber hæst um allan hinn nnentaða heim,
og sem einnig á erindl til okkar allra, sem erum mæður
eða gegnum á annan hátt hlutverki uppalandans.
Þetta er eittiaf þeim málum, sem Sameinuðu þjóðirnar
hafa tekið upp á stefnuskrá sína og lagt grundvöll að. —
Heilbrigðismálastofnunin heldur því áfram. — Ráðstefn-
ur eru haldnar og koma þar fram kunnustu menn ýmsra
þjóða á sviði uppeldis- og geðverndarmála með sínar nið-
urstöður og till'ögur, sem flestar eru þó enn taldar vera á
byrjunarstigi. — Munu konur alnient hafa mikinn áhuga
fyrir því að fylgjast með því öllu, og langar mig til að
drepa á nokkur atriði:
1. Heimafæðing er talin f öllu eðlilegri og heilbrigðari
fyrir l>æði móður og barn, og betri en fæðing á fæðirigar-
stofnunum og í sjúkrahúsum.
2. I öllu uppeldi barnsins þarf samband þess við for-
eldrana, — einkum móðurina, — að vera sterkasti þáttur-
inn til þroska og manngildis.
3. Heimilið á að vera undirstaðan í uppeldi barnsins,
sem veitir því öryggi og sk jól, sem það aldrei getur fundið
á barnaheimilum eða uppeldisstofnunum, hversu góð sem
þau kunna að vera.
4. Sannað þykir, að liinar smáyægilegustu breytingar,