Hlín - 01.01.1955, Page 67
Hlin
65
eða mjög snögg geðbrigði í lífi ungra barna. kunna að
valda margvíslegum truflunum síðar í lífi bamsins.
5. Slæm sambúð lijóna, eða skilnaður, veldur oft sárs-
aukakend og beiskju í sál barnsins, sem jafnvel getur fylgt
því alla æfi.
Jeg ætla mjer ekki þá dul, að ræða neitt af þessum
atriðum hjer. Þau hafa verið og verða altaf viðfangsefni
kynslóða hvers tíma, og bæði ívaf og uppistaða í lífi hvers
einstaklings veraldarinnar.
En mig langar til að ræða um þann þáttinn í uppeldi
æsku vors lands, sem virðist kalla á okkur mæðurnar,
bæði til sjávar og sveita, til samvinnu og rneiri skilnings
á annara kjörurn. — Við heyrurn oft í Útvarpinu flutt
ágæt erindi um þessi mál. — Mörg leiðbeiningarorð til
kaupstaðaforeldra viðvíkjandi umferðahættum, bíóferð-
um barnanna og sælgætisáti. — Og svo þegar vorar, þetta
sígilda heilræði: „Sendið börnin ykkar í sveit.“ — Og urn
leið nokkur vel valin hvatningarorð til okkar, húsmæðra
í sveitunum, um að takia börnin. — Það sje mannúðarmál,
sem beint tilheyri okkur að vinna í þarlir þjóðfjelagsins.
Svo hefur atvikast í þessu máli, að á hverjii vori, til
margra ára, hefur verið til mín talað um fyrirgreiðslu á
börnum til sumardvalar. Nálega æfinlega drengjum, —
og oft látið fylgja: „Hann er orðinn 7—8 ár,a, og getur svo
margt gert.“ — Og heimilin hafa brugðist svo vel við, að
hjer um þessar sveitir hafa víðast verið tekin börn, stund-
um 1 og 2 á bæ. — En með hverju árinu sem líður, verður
þetta örðugra, eftir því sem fólksfæðin ágerist, og ör-
streymið á breytingum á búnaðarháttum vex. — Vakir
þetta því í huga mínum og leitar úrræða, og vildi jeg ekki
sleppa þessu tækifæri, þar sem við erum svo margar saman
komnar, fuDtrúar kvenfjelaga, bæði frá bæjum og sveit-
tim, og því gott tækifæri til að vinna saman að úrlausn
vandamála al’ gagnkvæmum skilningi liver á annarar lífi
og kjörum.
Við ltúsmæðurnar í sveitum landsins erum þó margar
5