Hlín - 01.01.1955, Side 69
Hlin
67
Góðu mæður! Kennið drengjunum ykkar þessi verk,
jöfnum höndum og stúlkum, og skiftið svo á milli
þeirra sumardvölinni í sveitinni.
Nú eins og er, standa margir skólar, víðsvegar um land-
ið, lítið notaðir að sumrinu, og svo rísa upp þessi stóru og
fallegu fjelagsheimili, vel í sveit sett. — Þarnia er húsrúm
fyrir tugi barna, og næg verkefni undir liandleiðslu gæslu-
fólks, sem leiðbeindi og kendi: Einum hópi úti við garð-
yrkju og heyskap, annar hópurinn sæi um tiltekt innan-
'húss og þjónustubrögð, nreðan sá þriðji væri í eldhúsinu
með ráðskonunni að matreiðs'lustörfunum. — Svo yrðu
frítímar skipulagðir alveg eftir tíðarfari, með suindi,
íþróttum, söngvum og leikjunr.
Aíeð nýju lögunum um barnalífeyni leggur ríkið svo
drjúga iijálp barnafjölskyldum, að þar kemur ný leið til
að standa straum af kostnaðarhlið þessa máls, sem áður
va,r erfiðasti þrö$kuldurinn við að starfrækja barna-
heimili.
Kæru konur! Verum samtaka! Vinnum að því á allan
hátt, að sem flest börn komist burt úr bæjunum einhvem
tíma að sumrinu, jafnt stúlkur sem drengir.
Tilveran sjálf hefur falið okkur konunum það göfuga
hlutverk að ldria að hverjum frjóanga lífsins, sem vex í
nálægð okkar. — Látufm aldrei nein tækifæri ónotuð að
vinna í þjónustu jress góða.
Gegnum hinn þunga gný atómsprengj.a og skildra mála
Iiins líðandi lífs, heyrum við rödd ómálga barnsins, sem
biður umi rjettinn til lífsins.
Halldóra Gunnlaugsdóttir, Ærlæk í Axarfirði.