Hlín - 01.01.1955, Page 70
68
Hlin
Góður jarðvegur.
Erindi flutt á þingi Bandalags lúterskra kvenna í
Manitoba af LOVÍSU GÍSLASON, Brown, Man.
Guðs orð er írækorn íurðu smátt,
sem íelst í hjartans leynum,
en aftur getur orðið hátt.
ef að þvi hlúa reynum.
Þegar jeg var beðin að tala nok'kur orð á þessu þingi, þá
lieldur færðist jeg undan því, sagði að jeg væri mjög óvön
ræðuhöldum, og svo vissi jeg ekki hvaða málefni jeg gæti
talað um. — Þá sagði vinkona mJn við mig: „Það er best
Iþú talir eitthvað uim sunnudagaskóla, því það stendur
næst hjarta þínu.“ — Jeg fann að þetta var satt, og afrjeð
því að reyna að segja nokkur orð viðvíkjandi jrví máli. —
Jeg býstekki við að geta komið með nokkuð nýtt, skemti-
legt eða fróðlegt, en jeg vonia, að þetta erindi mitt rnætti
verða til þess að vekja ykkur til umhugsunar um það, að
einmitt í þeim víngarði er mikið vei"k að vinna. — Mig
langar til að hvetja ykkur og áminna ykkur um, að sunnu-
dagaskólastarfið þarf óskifta krafta okkar og bænir. — Við
iþurfum að standa á verði og hlúa að þeim góða jarðvegi,
sem okkur er fenginn í hendur, því það er enginn vafi á
því, að uppskeran fer eftir því, hvað mikið við leggjum í
sölurnar í starfi voru í kristindómsfræðslu, fyrst á heimil-
unum og svo í sunnudagaskólunum. — Starfsemi vor á því
sviði er hlekkur, sem bindur þá yngri við þá eldri, og
þann Iilekk má ekki brjóta.
A vorin sáum við í garðana okkar, við vöndum útsæðið
og reynum að undirbúa jarðveginn. — Svo þegar litlu
plönturnar koma upp úr moldinni, þá.tínum við illgres-
ið, verjum plönturnar l'rosti, og gerum alt sem í okkar
valdi stendur til að hlúa að þeim, svo garðurinn megi
síðar verða okkur tii gagns og gleði. — Má nú ekki til-