Hlín - 01.01.1955, Page 74
72
Hlin
eins stórar og sterkar eins og hinar. — En a£ engum krö£t-
um megum við missa í víngarði vorum.
Jeg veit að sunnudagaskólinn minn heima er ekki til
fyrirmyndar á nokkurn hátt, sarnt vil jeg minnast á hann
nú áður en jeg lýk máli mínu. — Öll börnin tala og lesa
íslensku. í viðbót við vanalegar sunnudagaskólabækur,
sem notaðar eru í öðrum sunnudagaskólum, er öllum
ólæsum börnum gefið íslenskt stafrófskver og þau látin
lesa í því í s'kólanum. — Eldri börnin, sem komin eru yfir
fenmingaraldur, lesa íslensk ijóð og Islendingasögur. —
Þetta er dálítil hjálp, imeð því sem heimilin gera, til að
halda við móðurmáli voru.
„Móðurmálið er blómsturband,
sem bindur eins stóra og smáa
og geymir fortíð og fósturland
með fegurðardraumnum háa.“
Börnin okkar missa svo óumræðilega mikið ef þau ekki
kunna sitt nróðunmál. — Er ek'ki hætt við að sjóndeildar-
hringurinn þrengist, og er e'kki hætt við að þau fari á mis
við margt dýrmætt og yndislegt? — Mætti ekki gera meira
að því að koma þeirri tilfinningu inn hjá börnunum að
þau verði auðugri og sælli ef þau læra sitt móðurmál? —
Börn eru fljót að læra tungumál. — Öll börn ættu að
minsta kosti að læra tvö tungumál, og þá ættu íslensk
börn auðvitað að ilæra íslensku. — Jeg trúi ekki öðru en
við eigum eftir að tala og lesa vort „ástkæra ylhýrá mál“
enn í mörg ár!
Á aðalstræti í þorpinu Chamouni nálægt fjallinu Mont
Blanc í Alpafjöllunum er minnisvarði, sem reistur var til
'heiðurs tveimur mönnum, sem fyrstir komust upp á fjalls-
tindinn árið 1787. — Þetta fagra minnismerki er fyrst og
fremst standmynd af svissneska náttúrufræðingnum De
Saussure. — Hann lítur upp til fjallsins, og það er auðsjeð
á andliti hans, hvað honum býr í hjarta. — Við liliðina á