Hlín - 01.01.1955, Side 75
Hlín
73
honum er mynd af Jacques Balmot, fylgdarmanninum,
sem hafði áður komist upp á fjallstindinn. — Það er eng-
inn kvíði í andlitsdráttum hans. — Það má nærri lreyra
ihann segja: ,,Jeg hef verið þárna uppi og þekki vel veg-
inn þangað. Fylgdu imjer, — við förum upp á tindinn
saman."
Svona talar Jesús, frelsari vor, til okkar, þegar við horf-
um frarn á veginn, kvíðandi og kjarkítil, og jDorum ekki
að fara upp fjallið. — Hann leggur hönd sína á öxl vora,
bendir okkur í rjetta átt. — Hann hughreystir okkur og
segir: „Jeg er ijós heimsins. Hver sem fylgir mjer mun
ekki ganga í myrkrinu, lieldur hafa ljós lífsins."
Við þurfum því sannarlega ekki að kvíða því, að starf-
semi vor í sunnudagaskólanum verði ekki til blessunar.
Frelsari vor og fylgdarmaður 'gengur á undan upp fjallið.
„Faðir og vinur alls, sem er,
annastu þennan græna reit,
blessaðu, Faðir, blómin hjer,
blessaðu þau í hverri sveit.“
„Árdís“ 1946.
Erindi
Flutt í Raufarhafnarkirkju 13. febrúar 1955.
Hjer stend jeg óverðugur í húsi Drottins. Hjálpi rnjer
góður Guð! ,
Fyrir rúmri viku síðan bað sóknarpresturinn mig að
flytja erindi við guðsþjónustu í kirkjunni. — Guðsþjón-
ustu, sem jafnframt skyldi vera nokkurskonar æskulýðs-
vakning. — Jeg tók þessu Jrá fjarri og þverneitaði, en benti
lionum á aðra menn hjer innan safnaðarins, senr jeg taldi
mjer hæfari og líklegri til áhrifa. — Með sjálfum mjer
bafði jeg þær afsakanir, að daglega hefði jeg tækifæri, sem