Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 79
Hlin
77
níu klukkustundir á ferð yfir hættulegar leiðir í grenj-
andi bálviðri til þess að reyna að bjarga skipshöfninni af
„Agli-Rjauðá“, og eiga jafnvel á hættu að koma svo seint
á strandstaðinn, að allir þeir, sem bjarga átti, væru komn-
ir í sjóinn, eða jafnvel horfa upp á sjóinn tortíma þeim
fyrir augum þeirra. — En það var skyldan sem bauð þess-
um hugprúðu og hraustu drengjum að duga og berjast
við hamfarir hafs og liríða. — Og með Guðs hjálp hlutu
þessir menn ánægjuna að loknu erfiði.
Það er líka erfitt að ganga í skóla og læra til þess að
verða læknir. — En það er þá Jíka ánægjulegt að verða til
þess, að loknu námi, að græða rneinin og ljetta þrautir
samferðamanna sinna.
Það er eftirtektarvert, að allir rnestu og bestu menn
heimsins, hafa átt ágætar og ástúðlegar rnæður, senr þeir
minnast alla æfi með þökk og virðingu. Og minningar frá
æskuheimilunum eru þeim leiðarljós í erfiðleikum full-
orðinsámnna. — Indverski trúboðinn, Sundar Sing, taldi
sig eiga fyrirbænum rnóður sinnar mjög mikið að þakka.
— Þegar hann var orðinn kristinn trúboði, kvaðst liann
ekki geta hugsað sjer að vera í himnaríki án móður sinn-
ar. En hún hafði verið Búddatrúar, og því ekki hæf í
himnaríki eftir ströngustu kröfum kristninnar.
Heimilið á að vera og er hin fyrsta og um leið áhrifa-
mesta uppeldisstöð. — Heimilið er friðar- og griðastaður
allrar fjölskyldunnar. — Jeg vil gefa heimilum ráð, sem
j'eg er fullviss um að gefast mundi vel ti.l þess að halda
fjölskyldum saman og forða ungdóminum, og fullorðnum
jafnvel ilíka, frá því að leita gleðinnar um of utan heim-
ilanna. — Alt heimilisfólkið safnist saman svo sem tvö
kvöld í viku yfir vetrarmánuðina inn í bestu stofuna eða
stofurnar. — Reyni að gera þessa stund sem ánægjuleg-
asta, t. d. með söng, með lestri góðrar sögu, með að segja
sögur, tefla, eða spila á spil, sem sagt á hvern þann hátt
senr best Iientar til að sanreina ástvinina svo innilega og
eftirminnilega, að minningarnar geti verið aillri fjölskyld-