Hlín - 01.01.1955, Síða 80
78
Hlin
unni gleðigjafi út yfir gröf og rlauða. — I3arna yrði að
liugsa fagurlega, tala hlýlega og vinna það eitt, sem gæti
orðið fyrirmyncf til eftirbreytni.
Þið liafið flest heyrt söguna um hann Helga litla í Ási,
sem fór inn með hjöllum aðhóa saman kindum fyrir föð-
ur sinn. — Hann heyrði bergmál sinna eigin orða frá
klet'turium og þótti þau svo ljót, að hann í vanþekkingu
sinni hjelt að þar væri ijótur strákur að skamiha sig. —
H;ann gætti þess sem sagt ekki, að hann sjáifur hafði fram-
kailað öll jressi ijótu orð, sem hann reiddist af. — Það er
sannmæli þetta fornkveðna: „Eins og þú hcilsar öðrum
ávarpa aðrir þig.“ — Ef við hugsum fagurlega, tölum gæti-
lega og með velvild, og vinnum sem mest göfug verk,
mætum viðjafnan hlýleik oghittum gotlt fyrir. — Hjer er
sameiginiegt verk að vinna fyrir heimilin, skúlana og alla
uppalendur, jrví í skólanum, eins og í lífinu, þarf engu
síður að taka fult tiilit til hins Ijelegasta námsmannsins
sem hins besUa. Láta þá hjálpast sem mest að, javí einum er
þetta gott gefið og öðrum hitt. — Það Ihefur líka sýnit sig,
að hinn ljelegi námsmaður getur orðið hinn nýtasti þjóð-
fjelagsþegn, einungis að hann hafi vel vakandi ábyrgðar-
tilfinningu. — Eins er hitt sorglega satt, að námshæfni, án
trúmensku og fulls heiðarleika, getur reynst hefndargjöf,
eða sem eldur í óvitahöndum.
Það eru til 5000 ára gömul skrif, sem sýna að rithöfund-
ar þeirra tíma töldu æskuna á glapstigum og fara sí-
versnandi. — En þrátt fyrir þetita dettur engum heilvita
manni í hug að mótmæla því, að þótt mörgu sje enu
ábótavant um samskifti manna á meðal, er þó reginmun-
ur á fórnfýsi, skilningi og lijálpfýsi við þainn, sem verður
undir í lífsbaráttunni nú, og þá. — Hef jeg þar engin orð
frekar um.
En sarinleikurinn er sá, að æskan er ærslagjörn og hætt-
ir við að misstíga sig og taka mörg gönuhlaup. — En hún
er í eðli sínu góð, og hali lnin misstígið sig og lent á villi-
götur, en sje með hógværð og vinsemd bent á mistökin og