Hlín - 01.01.1955, Side 81
Hlin
79
leið til úrbóta, tekur hún siíku vel og er þakblát fyrir
hverja velvild og leiðbeiningu. — Uni þetta get jeg borið
af l'angri lífsreynslu og liugþekkum viðskiftum við börn
og unglinga. — Það er ekkert til mannbætandi, ef ekki að
umgangast og reyna að skilja æskuna.
Þegar jeg var barn, og löngu eftir að jeg var farinn að
kenna, kunni hvert barn, er í skófa kom, vers, bænir og
Faðirvorið. — En nú eru til þau börn, sem ekki kunna
einu sinni Faðirvorið, er þau koma í skólann, og eftir að
hafa lært það í skólanum gleymist það afitur og aftur
vegna þess að engin þörf er fyrir slíkt á heimilinu. — En
minnumst þess, að sú getur komið stundin, að við hvert
og eitt, eins og ráðvilt barn við móður- eða föðurknje,
eins og ráðlaus skipshöfn, sem ef til vill vegna eigin van-
rækslu er komin í sjálfiheldu í stórsjó og hamförum frosta
og hríðar, verður að grípa til þess að biðja Guð alföður
um lí’kn og náð. — Þar er þrautaráðið.
Eða finst ykkur það nokkur reginfjarstæða, að skapari
alheimsins hafi sitt eigið segulband í öldum Ijósvakans,
sem ihann tekur á allar okkar hugrenningar, orð og at-’
hafnir, og við megum hlusta á, og ekkert tekst að fela í
myrkrinu. — Mjer finst þetta engu ólíklegra en myndin í
speglinum, eða úr ljósmyndavjelinni, bergmálið frá klett-
inuta, röddin af segulbandinu, sem má varðveita, enginn
veit hve iengi, eða þá sjónvarpið.
Við vitum, að til þess að hægt sje að byggja t. d. svona
kirkju, þarf hugsun, skraf og ráðagerðir, og auk þess at-
hafnir sem orka á efnið: Það er skynsamra manna-heila.
Er þá iíklegt, að alheimurinn með öllum sínum undrun,
'hafi orðið til fyrir eimtóma tilviljun?
Reynum því öll, ungir sem gamlir:
1. Að ganga rjetta veginn, en ekki þann ljetta.
2. Að stunda löglldýðni og drengskap.
3. Muna að börn una ekki við ekkert, þau þurfa að taka
þátt í störfum heimilanna.
4. Muna að börn þurfa gott og göfugt fordæmi.