Hlín - 01.01.1955, Page 82
80
Hlin
5. Höldum okkar eigin heimilum se-m best saman með
samstillingu allra ástvinanna.
6. Trúum á æskuna og guðsneistann í okkur sjálium.
7. Eigum samleið með æskunni, gleðinni og skyldu-
störfunu-m.
8. Verum viðbúin.
9. Verum loks minnug þess, að alt vort ráð er í hendi
Guðs.
Hjer stend jeg enn á vígðurn stiað, óverðugur, lítils-
megnugurog syndugur. Hjálpi mjer Guð! Amen.
Guðmundur Eiríksson, skólastjóri.
Viðhorf giftra kvenna, sem vinna utan heimilis.
Konurnar og verslunarmálin.
Húsmæðrasamband Norðurlanda heldur þing sín 3.
hvert ár til skiftis í löndunum. Árið 1953 í Finnlandi. —
Þar voru 3 aðalefni til umræðu: 1. Viðhorf giftra kvenna,
-sem vinna utan heimilis. — 2. Konurnar og verslunarmál-
in og 3. Viðhorf gamla fólksins. — Fulltrúar voru þarna
frá öllu-m Norðurlöndunum, nema íslandi. — Að sjálf-
sögðu komu iþarna fram fjölmörg og mismunandi sjón-
armið. Mörg okkur ókunn og fjarlæg. En við erum samt
smásaman að komast inn í hringiðuna, taka þátt í dans-
inum, enda hefur talsvert borið á áróðri, bæði í ræðu og
rfti, í þá átt, að okkar húsmæður ættu að fara að dæmi
annara þjóða í því efni að fá sjer vinnu utan hei-milis, ])ó
börn sjeu í hjónabandinu og þau ung. — Og því koma
líka fram æ háværari kröfur um fleiri barnaheimili og
fleiri dagheimili, að maður nú ekki tali um elliheimili.
— Þetta er að verða móðins, þykir fínt.
Konur, sem ef ti! vill árum saman hafa stundað ýms