Hlín - 01.01.1955, Síða 87
Hlin
85
Þótt nijer sje ljóst, að gott húsnæði og næg atvinna sje
hv.erjum manni nauðsynleg, þá hefur mjer skilist, að eitt
er öllu nauðsynlegra — hið kristilega hugarfar. — „Ef
Drottinn byggir ekki húsið, eri'iða smiðirnir til ónýtis.“ —
Fyrir stuttu átti jeg tal urn þetta mál við vin minn, hátt-
settan í ikennimannastjett. — Hann óttaðist að mann-
skepnan færi sáralítið batnandi, þrátt fyrir alla tæknina,
þægindin og aukinn frítíma.
„Störf og strit okkar tækninnar manna eru þá raun-
verulega þýðingarlaus, eða jafnvel til bölvunar?" — „Geta
orðið það,“ sagði kennimaðurinn. — „Þá er það ykkar,
andans mannanna, sök. — Ekki er hægt að ætlast til þess,
að við sjáum fólkinu bæði fyrir auknum þægindum og
Iiollu viðfangsefni i síauknum frítíma. — Sje það rjett, að
tækni og bætt lífsskilyrði sjeti varhugaverð, og geri menn
jafnvel að verri mönnum, þurfið þið andans menn að
starfa betur og stjórna í þjóðfjelaginu."
Við skildum sáttir, en jeg Iield báðir áhyggjufullir.
Kenningu frú Sigrúnar Blöndal fyrir 30 árum um áhrif
þægindannla og tækninnar ættu áreiðanlega sem flestir
að hugleiða vandlega.
Með bes'tn kveðju.
Þinn einlægur
Sveinbjörn Jónsson.
Gideonfjelagið.
Nafnið er kunnugt orðið, þó ekki sjeu liðin nema
‘fimm ár síðan íslenska fjelagsdeildin var stofnuð: „Gide-
°nfj,elagið, samtök kristinna verslunarmanna."
Fyrir nokkrum árum lögðust fjórir ferðlúnir menn til
'bvíldar í hótelherbergi einu hjer á landi. Einn þeirra