Hlín - 01.01.1955, Page 88
86
Hlín
tók eftir því, að á náttborði 'hans lá bók í rauðbrúnu
bandi. — Hann opnaði ltókina og sá að þetta var þá Biblí-
an. Og hann fór að lesa. Fjelagarnir báðu hann blessaðan
áð lesa upphátt, en varð þó ekki svefnsamt. Þeir viidu „fá
meira að heyra“. — Og haldið var áfram að lesa hvern
kapítulann á fætur öðrum, þegar allir aðrir voru fallnir
í fastan svefn í hótelinu. — Það var komið langt frarn yfir
miðnætti. — Þá þótti þeim fjelögum sem brunalykt bærist
sjer að vitum. Þeir urðu þess fyi'stir varir að kviknað lrafði
í hótelinu um nóttina og gátu þeir gert aðvart í tæka tíð,
af því að þeir höfðu verið að lesa í — Biblíu Gideon-
fjelagsins.
Gideonfjelagið hefur þegar dreift út mikið á annað
þúsund Biblíum. — Bækur þess fyrirfinnast nú í flestöll-
um hótelherbergj um og í fangaklefum. — Þær hanga á
vegg í fögru krosshylki í farþegaklefum íslenskra skipa. —
Nýjatestamenti þess eiga að vera við hvert einasta sjúkra-
húsrúm á öllu landinu. — Öllum starfandi b júkrunankon-
um hefur fjelagið g-efið Nýjatestamenti í ljósbláu bandi.
— Og loks var öllum börnum, í 12 ára aldursflokkum
barnaskólanna, gefið Nýjatestamen-ti í dökkbláu bandi
síðastliðinn vetur. — Er ráðgert að jn'í verði haldið áfram
á hverjum vetri, svo öll börn á -landinu eignist með tíman-
um bók bókanna. — Að þessu sinni voru í 12 ára aldurs-
flokkum um þrjú þúsund börn.
Gideonfjelagið íslenska er deild alþjóðafjelagsskapar
með því heiti, en starfar þó sjálfstætt, nýtur einskis opin-
bers styrks og lætur hinar helgu bækur af hendi endur-
gjaldsiaust.
Fyrsta ljelagið var stofnað í Bandaríkjunum 1898.
Mörg hundruð fjelög eru nú í Landssambandi Gideon-
fjelagsins þar í landi, sem stariá með síauknum árangri.
Er það að ekki óverulegu ieyti að þakka styrktar-fjelögum
kvenna, en í þeim eru um 60 þúsund konur. Bandaríski
fjelagsskapurinn h-efur átt frumkvæði að því að stofna
Gideonfjelög í mörgum löndum.