Hlín - 01.01.1955, Page 89
Hlin
87
Eins og kunnugt er v'ar það Bandaríkjamaður, Vestur-
Islendingurinn Kristinn Guðnason, sem stofnaði íslenska
Gideonfjelagið.
Ahugasamir, kristnir verslunarmenn á Norðurlöndum
ihafa stanfað árum saman að hinu sama verkefni og Gide-
onfjelagsskapurinn, enda hafa þeir nú sameinast til a'l-
þjóðlegra samtaka. — Fjelögin starfa sjálfstætt í hverju
landi um sig, en eru þó raunverulega í nánu sambandi við
bandaríska móðurfjelagið.
Fjár er aflað til starfsemi Gideonfjelaga með því að
kynna hana almenningi, tilgang hennar og árangur. —
Hefur þekkingin skapað skilning, en skilningurinn kær-
leika og ifórnfýsi.
Einnig hjer á landi verður þess vart, að starf Gideon-
fjélagsins mælist vel fyrir, og að konur sem karlar finni
hjá sjer hvöt til að styrkja Iþað.
Þeir, sem fyrsta fjelagið stofnuðu, fyrir fimmtíu og sjö
árum, voru í ndkkrum efa um hvaða heiti því skyldi gefið.
— Einn í liópnum fletti þá upp Dómarabókinni og las í
sjötta og sjöunda kapítula um Gideon, dómara ísraels-
manna á miklum örlagatímum. — Gideon var rnaður
fús til að gjöra vilja Guðs undir öllum kringumstæðum,
án tillits til eigin hagsmuna eða afleiðinga. — Þannig yarð
til Iieiti hinna alþjóðlegu samtaka kristinna verslunar-
mlanna. Þeir nefndu þau Gideonfjelagið.
Fjelagsmenn hjer á landi eru aðeins rúmlega þrjátíu,
'flestir búsettir í Reykjavík.
Olafur Olafsson, kristniboði.