Hlín - 01.01.1955, Síða 91
Hlin
89
ans. — Og niðurstaðan varð sú, að við fundum meira en
eina bylgjulengd íyrir mannsheilann, við fundum heilt
bylgjusvið, og þetta svið var svo rúmgott, að mismunandi
bylgjulengdir hvers einstaklings voru þar greinilega a£-
markaðar með eins skýrurn sjereinkennum og fingraför
hvers manns. — Þetta er atriði, sern vert er að leggja sjer
á minni. — Hinn mikli Guð himins og jarðar hlýtur að
eiga lauðveldan aðgang að hugsunum hvers manns, ekki
síður en t. d. rrannsóknarlögregla U. S. A., sem tekur og
heldur spjaldskrá yfir fingraför manna.
En nú vaknaði lijá okkur löngun til að gera tilraunir
með livað skeði í huga manna á því andartaki er sálin
yfirgefur líkamann. — Við völdum konu, sem hafði af
fjölskyldu sinni verið send á geðveikrahæli, en var út-
skrifuð þaðan, eftir að læknisrannsókn liafði leitt í ljós,
að hún var alheilbrigð á geðsmunum, en hafði æxli í
heila, sem orsakaði að hún hafði Idkki fult vald yfir líkama
sínum, en var fyllilega lreilbrigð andlega, og hugsaði
skýrt. — Við frjetitum að sjúkdómur hennar væri kominn
á það stig, að hún stæði við dauðans dyr, og að hún vissi
þaðsjálf, aðstund hennar var komin. — Við sefctum heila-
bylgju-upptakara í herbergið hennar, svo við gætum
fylgst með því, sem ætti sjer stað í heila hennar á dauða-
stundinni. — Við settum líka örlítinn míkrófón í herberg-
ið. — Ef hún segði eitthvað, vildum við gjarnan fylgjast
með ])ví líka.
Við vorum þarna samankomnir finnn harðsvíraðir vís-
indamenn, — og var jeg líklega þeirra ákveðnastur efnis-
hyggjumaður og guðsafneitari. — Við komum móttöku-
tækjum okkar og okkur sjálfum fyrir í næsta henbergi og
biðum þess með athygli, hvað til okkar myndi berast. —
A heilabylgju-móttökutækinu okkar var skífa með vísi,
sem gat breyfst í tvær áttir frá núll-punkti í miðju. — Til
hægri við merkið var skífan menkt og skift í 500 gráður,
senr vísirinn gat mælt, ef jákvætt afl verkaði á tækið. —
f il vinstri var skífan einnig merkt upp í 500 gráður, en