Hlín - 01.01.1955, Page 92
90
Hlin
til þeirrar hliðar var hún neikvæð. — Skítan sýndi að
styrkleiki sá, sem 50 kílówatta útvarpsstöð notaði við út-
sendingu útvarpsefnis, sem berast átti um alla jörðina,
hreyfði nálina á skífu okkar upp í 9 gráður til jákvæðrar
hliðar.
Þegar konan fann dauðann nálgast, fór hún í ’huganum
að biðja Guð og þakka honum. — Hún bað Guð að auð-
sýna miskunn þeim, sem höfðu sýnt 'henni óvild. — Síðan
játaði hún trú sína á Guð og sagði, að hann væri hinn líf-
gefandi kraftur alheimsins og að hiann væri hinn sami
frá eilífð til eilífðar. — Hún lofaði Guð og þakkaði hon-
um og tjáði honum, að hún elskaði hann af öllu hjarta.
Við vísindamennirnir urðum svo hrifnir af bænum
konunmar, að við gleymdum stund og stað og tilraun okk-
ar. -r Þarna horfðum við hver á annan og tárin streymdu
niður kinnar okkar. — Jeg hafði ekki grátið síðan jeg var
barn. — Snöggiega heyrðum við bresta í gleymda tækinu
okkar. — Við áttuðumr okkur og litum á tækið — og sjá:
Vísirinn skall með miklum krafti 500 gráður til jákvæðr-
ar hliðar, stöðvaðist við naglann, en vildi komast liærra
upp. — Við höfðum þarna, eftir strangvísindalegum leið-
um sannað, að hieili hinnar deyjandi konu sendi frá sjer
55 sinnum meiri jákvæða orku en útvarpsstöð, sem sendir
boðskap sinn um víða veröld.
Nú langaði okkur til að gera aðra tilraun. — Við völd-
um mann, sem lá á sjúkrahúsi til rannsóknar, veikur af
líMiættulegum sjúkdómi, sem stafaði af syndsamlegu líf-
erni. — Hann var mjög langt leiddur. — Eftir að við höfð-
um sett upp tækin okkar og kornið okkur fyrir, heyrðum
við að hann fór að atyrða hjúkrunarkonuna, bölva og
guðlasta. Og um leið hreyfðist nálin til neikvæðrar hliðair
— 'tók snögglega viðbragð og hjelt niður í 500 gráður nei-
kvæða megin. — Þarna höfðum við á vísindalegan liátt
sýnt hvað skeði í mannsheilanum, þegar brotið viar eitt af
hinum tíu boðorðum Guðs: „Þú skalt ekki leggja nafn
Guðs þíns við hjegóma.“ — Við höfðum eftir leiðum vís-