Hlín - 01.01.1955, Page 95
Hlín
93
menn voru saman komnir, spjallandi, syngjandi og glað-
ir, — reglulega ánægjuleg. — Margar fallegar fermingar-
gjafir glöddu barnshugánn. — Alt var Ijúft og gott. — En
kórónan var samt gjöfin hans pabba míns og vitundin
um það, að hann hafði vakað, — beðið um Guðs blessun
barninu sínu og öllum ihinum fermingarbörnunum til
handa, — og ort Ijóð til mín, sem jeg mundi læra og muna
alla æfi lijeðan í frá. — Það var lang dýrmætasta ferming-
argjöfin. — Og ljóðið mitt var svona:
Elsku barn nú leið þín liggur
ljtifri bernsku þinni frá.
Eigi sje þinn hugur hryggur,
hærra marki áttu að ná.
Æskan byrjar, birtan ljómar,
blítt er sól á vorin skín.
Berist háir helgi-ómar
himnum frá, mitt barn, til þín!
Heyrðu Jesú Krist þig kalla,
komdu til hans, barnið mitt!
Ver hjá honum æfi alla,
ástarríkt við hjartað sitt
vermir hann æ vini sína
og veitir ávalt hlífð og skjól.
Geislum strái á götu þína
guðdóms liáa lfknarsól!
Guðsorð æ þjer láttu lýsa
1 ífs á vegi, Iiimins tiil.
Þegar bárur rauna rísa
í'jett á öllu mundu skil.