Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 96
94
Hlin
Fel þín mál í föðurhendur,
fá þá muntu raunabót.
Eins og þjer er Kristur kendur
kærleiks lians og líknar njót.
Á skírdag 1955.
Sigurlaug Árnadóttir, Hraunkoti í Lóni, Au.-Skaft.
Matarskömtun.
Þetta orð lætur nú víst ekki sjerlega vel í eyrum. — En
ætli skömtunin haFi nú samt sem áður ekki haft ýmislegt
gott við sig. — Sumir álíta jafnvel, að allar þjóðir hefðu
gott af því að Iialda skömtun áfram með skynsamlegri til-
högun. — Aðrir töldu heilsufarið hafa verið betra þann
tíma, sem skömtunin var framkvæmd. — En það er vandi
að gera svo öllum líki. — Furða livað gömíu húsmæðrun-
um tókst að gera alla ánægða.
Einkennilegt fyrirbrigði er það, að ein mesta menning-
arþjóð iieimsins, Engilsaxar, viðhalda skömtun alt fram á
þennan dag. — Enskumælandi fólk, alt frá Englandi og
Ameríku til Ástralíu og Suður-Afríku, viðhalda þeim sið,
að húsbændurnir skamta við borðið: Bóndinn kjöt eða
fisk, konan súpur, kartöflur, sósu, grænmeti o. s. frv.
Ekki ber á öðru en þessi tilhögun sje í lieiðri höfð,
enda eru Englendingar alþektir fyrir að halda fast við
gamlar og góðar venjur.
Jeg ihef oftlega óskað þess, þegar jeg hef setið til borðs
með börnum eða unglingum, að gamla skömtunin væri
í heiðri höfð lijer lijá okkur. — Það er leiðinlegt að sjá
börn rífa í sig alt það besta og foreldrana jafnvel bjóða
þeim nýbt og nýtt.
Og ekki þykja borðsiðir unglinga í heimavistarskólum,