Hlín - 01.01.1955, Page 97
Hlin
95
þar sem enginn kenniari stjórnar, vera til fyrirmyndar.
— Því ekki taka upp gamla skömtunarsiðinn, þar sem
börn eiga í hlut að minsta kosti. — Það væri þeim hollara.
H. B.
Um skömtun.
Kristinn Guðlaugsson á Núpi skrifar um móður sína,
Guðnýju Jónasdóttur, Þröm í Garðsárdal, Eyjafirði, í
bókinni: „Móðir mín:
„Móðir mín kunni að haga matarskömtuninni þannig,
að allir væru ánægðir: — Sigldi hún þar milli skers og
báru. — Annarsvegar var að forðast persónulegt misrjetti
í útlátum, hinsvegar að korna þó engum á dekur eða eftir-
látssemi um of.
Jeg er viss um, að við börnin vorum ánægðari og heilsu-
betri með þessum 'haetti, heldur en þó við hefðum setið
við borð hlaðið vistum, mátt velja það sem okkur þótti
best, og borðað svo ýmist of eða van. — Jeg man ekki eftir
að magakvillar ættu sjer stað, svo teljandi væri, og tann-
veiki var fátíð, tennurnar höfðu ærið að starfa við harð-
fiskinn."
VÍSA.
Vísa um börn síra Einars Thorlaciusar, Saurbæ í Eyjafirði, og
Margrjetar Jónsdóttur, lærða, frá Miklagarði:
„Ólöf, Margrjet, Alfheiður,
Elín Guðrún, Þrúður,
Sigfús, Bjarni siðugur,
svo Jón, Þorsteinn, Hallgrímur.11
Vísuna gerði Margrjet, móðir barnanna.