Hlín - 01.01.1955, Blaðsíða 99
Hlin
97
íslenski þjóðbúningurinn.
Erindi flutt á fundi S. N. K. á Húsavík 3. júlí 1955.
Eigum við íslenskar konur að ganga í þjóðbúningi, eða
eigtim við að leggja /hann niður? — Þetta þurfum við að
gera okkur ljóst. — Og ef svarið verður jákvætt: Þá, hvað
viljum við fyrir liann gera? Hvað á okkur að leggja fyrir
hann?
Við erum ekki fastheldnir við gamlar venjur. íslending-
ar, erum fljótir að varpa frá okkur því gamla fyrir nýung-
ar. — Það er ekki þar með sagt, að okkur beri að viðlialda
öllu gömlu, langt í frá.
En eru þjóðbúningar þess virði að viðhalda þeim? —
Og eru íslensku búningarnir þess virði að þeim sje liald-
ið við?
Eftir því að’dæma, sem nágrannaþjóðir okkar leggja á
sig fyrir sína búninga, telja þeir þá mikils virði. — Og
okkar þjóðbúningar hafa orð á sjer fyrir fegurð og hrein-
ar línur, að þeir geri konurnar tilkomumeiri og tígulegri,
að jreir klæði af líkamslýti, að þeir lrafi þann mikla kost
að vera ekki sífeldum breytingum háðir.
Þjóðbúningar hafa sjerstakt gilcli, liafa sjerstöku hlut-
verki að gegna í þjóðf jelaginu, eru, ef svo mætti að orði
kveða, helgidómur. — Þeim má ekki breyta eftir geðjrótta
hvers eins, svo sem öðrum búningum. Þeir verða nð halda
sínum virðulega, einfalda, stílhreina svip.
Nágrannaþjóðirnar okkar, sem allar berjast, hörðum
höndum fyrir þjóðbúningum sínum, halda strangan vörð
um tilhögun þeiiTa og gerðir, byggja á gömlum fyrir-
myndum og fyrirmælum um efni og gerðir. — Þetta er þó
æðierfitt, j)ví livert hjerað, svo að segja, hefur sinn sjer-
staka búning. — En við erum svo heppin, íselndingar, að
hafa eina allsherjar gerð um land alt. — Sem betur fer
hafa hinar fáránlegu tillögur um breytingu á búningun-
um ekki náð hylli fólks, eins og t, d, að hafna okkar þjóð-
7