Hlín - 01.01.1955, Page 100
98
Hlin
arlit, þeim svarta, en hafa búningana með ýmsum litum,
og að stytta pilsin. — En það er nóg eftir af ósamræmi og
snrekkleysum samt, sem við konur þurfum og eigum að
iaga. — Okkur íslenskum konum ber skylda til að við-
halda búningnum stílhreinum og virðulegum. Gera hann
ekki að ósmekklegu afskræmi.
Við íslendingar áttum fyrir, nær hundrað árum síðan
ágætismann, sem tók sjer fyrir hendur, og gerði að lífs-
starfi sínu, að fegra íslenska þjóðbúninginn: Sigurð mál-
ara Guðmundsson. — Hann fjekk nrargar þjóðræknar
konur í lið með sjer, svo þetta varð þjóðarvakning. — Að
þessu búum við enn.
Nú vantar okkur áhrifamikinn mann, karl eða konu,
sem tekur þetöa búningamál föstum tökum. — Við höfum
ekki komið auga á þann mann enn, í öllurn okkar lista-
mannahóp, karla og kvenna, því miður, því fer sem fer,
að hver og einn lagar þjóðbúninginn eftir sínu 'höfði —
og verður úr smekkleysi.
Skautbúningurinn, sem allir dást að fyrir fegurð og
hreinleika, hefur að miklu leyti fengið að halda sjer eins
og hann var frá hendi Sigurðar málara, og svo mun verða,
meðan þær góðu konur eru við lýði, sem sníða hann og
saurna. — Munstur Sigurðar, flest af íslenskum blórnum,
eru enn í Iieiðri höfð í baldýringunni á skautreyjunum og
í skatteringunni á samfellunum, gertiaf snild af þeim kon-
um, sem hafa tekið sjer fyrir hendur að vinna þetta fyrir
íslenskar konur. — Þökk sje þeim fyrir það— Og ennjrá
mun eitthvað vera gert að því að draga í slörið með ís-
lenskum munstrum og faldurinn heldur rjettu sniði og
gerð.
Það er ekki Sigurði málara að kenna, ekki heldur þeim
konum sem sníða og sauma faldinn, hve fáránlega Jrær
fara með hann, konurnar, sem skauta (klæða konur í bún-
inginn): Þær setja faldinn aftan á hnakka, í stað Jiess að
láta hann rísa beint upp af höfðinu. — Sigurður málari
taldi hann eiga að minna á íslensku jöklania. — Hætt við