Hlín - 01.01.1955, Qupperneq 102
100
Hlin
sem viðrar. — Silkipils og vatnsstígvjel í haustrigningum
eiga t. d. ekki vel saman!) — Þessi silkisiður kom hjer upp
á stríðsárunum, þegar ekkert fjekst. En ólíklegt er, að
fallega klæðið, þunna og Ijetta, sje alveg horfið af mark-
aðinum, ef leitað væri eftir því, eða að íslenskar klæða-
verksmiðjur gætu ekki framleitt efni, sem hægt væri að
notia í búningana. — Silkið ætti að hverfa sem eina not-
hæfa efnið í íslenska þjóðbúninga.
Sigurður málari gerði ráð fyrir að konur notuðu
möttla við faldbúninginn, og er svo enn, en þeir eru ekki
hentugir við annan búning en skautbúninginn.
Þá voru sjölin tekin upp við hversdiagsbúning: Peysu-
föt og upphlutsbúning, og' fara vel.
Á seinni árum koma svo peysufatakápur í móð, svartar,
og fara þær mörgum konum vel sem hafa vöxt til þess. —.
(En nú, á hinum síðustu og verstu tímum, kemur nýr
óskapnlaður upp: Kápumar em orðnar með ýmsum lit-
um, gular, grænar, bláar, og með alskonar kápusniði, —
Þennan sið ætti nð kveða niður sem allra fyrst, hann er í
alla staði ósmekklegur og óhæfur við þjóðbúninginn.
Það mætti tala í allan dag um þetta þjóðbúningamál,
það er svo margþætt, svo mikils um vert, að Jrað sje athug-
að vel og vandlega vegna þjóðernis okkiar.
Hvað á svo að segja um höfuðbúnaðinn? — Margar
konur eru nú að taka upp íslenska búninginn, sem betur
fer, en þær afsegja alveg að safna hári, svo það megi
fljetta, viija hafa sitt stutta, lirokkna hár alveg upp að húf-
unni, svo hnakkinn verður heldur kollóttur, þykir okkur,
sem viljum hafa fljettur og næla upp undir húfuna. —
Við höldum Jn'í fram, iað hægt sje að fá sjer fljettur, þó
falskar sjeu (ekki verra en falskar tennur!), og nóg ætti að
vera af hárinu. Svo ætti einhver að taka sjer fyrir hendur
að lagfæra það fyrir búninginn. Því ekki er hægt að neita
því, að fallegri er hnakkinn með fljettum en miað hrokkn-
um kolli.
Og svo er Jrað skotthúfan, sem mörgum Jrykir eitt !aið