Hlín - 01.01.1955, Side 104
102
Hlin
ils vinna: Að í'á búning, sem nota má við öll tækifæri. —
Fagran búning, sem hæfir vel íslenskum konum.
Halldóra Bjarnadóttir.
Merkilegur hagleiksmaður.
Á Varmalæk í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hefur
undanfarin ár verið unninn merkilegur heimilisiðnaður
fyrir hugvitssemi og dugnað lömunarsjúklings: Gunnars
Jóhannssonar frá Mælifellsá. — Er saga Gunnars merkileg
saga um dugnað og seiglu íslendingsins, sem aldrei gefst
upp yið neina erfiðleika, og reynir í lengstu lög að láta
ekki baslið smækka sig.
Snemrna bar á handlagni Gunnars og löngun hans til
að reyna að smíða, eða vinna einhver hiandverk. — Var sú
Iþrá hans svo sterk að fá að læra eitthvað slíkt, að ellefu
ára gamall fjekk hann að fara til Akureyrar og vera þar
um tíma hjá söðlasmið einum. — Var meistarinn nrjög
undrandi, er hann vissi um aldur drengsins. Kvaðst hann
hafa búist við 15—16 ára unglingi, en ekki komið til hug-
lar, að hann yrði beðinn að kenna barni langt innan við
fermingu. — Var hann þar í sex vikur, eins og umsamið
liafði verið, og lauk kennarinn miklu lofsorði á dugnað
hans. — Er lreim kom, setti lrann alveg upp aktygi, beisli
og fleira úr leðri.
Þegar hann var 13 ára, datt honurn í lrug að búa til
skinnhúfu lranda föður sínum. — Forstjórinn í Skinna-
verksmiðjunni Iðunni á Akureyri sá þessa liúfu, og leist
svo vel á hana, að hann spurði hvaðan hún væri. — Varð
hann mjög undrandi, er hann heyrði, að 13 ára drengur
hefði saumað liana og búið til sniðið. — Varð þetta til
þess, að hann vildi fá Gunnar norður. Rjeðst hann þang-
að 15 ára gamall og byrjaði að læra skósmíði. — En þá fór
fljótlega að bera á sjúkleika hians, svo liann naut sín þar