Hlín - 01.01.1955, Qupperneq 106
104
Hlín
Tóvinnuskólinn á Svalbarði við Eyjafjörð.
Skilnaðarorð við skólaslit 24. apríl 1955.
Góðu lieimamenn! Góðu gestir!
Forstöðukonan er nú búin að afhenda ykkur, stúlkur
mínar, skírteinin ykkar, og segja skólanum upp. Jeg ætla
\að bæta hjerna við nokkrum orðum. Kveðja ykkur, og
iþakka kærlega góð kynni og óska ykkur lallrar blessunar
og góðrar heimkomu. — Það hefur verið ánægjulegt að
hafa ykkur lijer í vetur, þið hafið verið duglegar og kom-
ið ykkur vel, haldið allar reglur skólans, svo þið hafið
lallar hlotið ágætiseinkunn í þeirri grein, og er það eigin-
ilega meira virði, þegar öllu er á botninn livolft, en hinar
námsgreiniarnar. — Jeg vona og bið, að ykkur vegni öílum
vel og bið að heilsa fólkinu ykkar. — Guð fylgi ykkur-
Þareð þetta er nú síðasta skólaárið okkar hjerna, þá
langar mig til lað minnast dálítið á þetta starf, sem við
Rannveig, vinkona mín, höfum verið að vinna hjerna
þessi 9 ár í Tóvinnuskólanum. — Jeg þakka Rannveigu
Líndal hjartanlega \allan hennar dugnað, kærleika og
samviskusemi, sem hún hefur Hagt í þetta starf. — Skóla-
haldið hefði, að mínu áliti, verið alveg ómögulegt án
hennar aðstoðar, ómögulegt l’yrir mig að minsta kosti. —
Jeg bið Guð að fylgja henni hvar sem hún fer. Og þakka
henni ágæta samvinnu öll þessi ár, aldrei liefur fallið þar
neinn ákusío i á.
Það spáðu nú margir heldur ólíklegla fyrir þessum
skóla í byrjun, en hann liefur dafnað furðanlega vel og
verið vel settur, og margar góðar stúlkur hafa verið hjer,
stúlkur úr öllum landsfjórðungum, sem við höfum haft
mikla ánægju af að kynnast, hið sama er að segja um
kennarana, sem starfað hafa hjer með okkur.
Jeg veit það fyrir víst, að þessi litli skóli hefur gert
gagn, hefur átt sinn góða þátt í íslensku þjóðlífi, þó lítill