Hlín - 01.01.1955, Side 107
Hlín
105
væri. — Jeg heí' fylgst með störfum flestra þessara 60—70
stúlkna, sem lijer hiafa dvalið, og jeg veit fyrir víst, að þær
liafa útbreytt virðingu fyrir íslenskri ullarvinnu, sem er
aðalverksvið þessa skóla. — Jeg veit líka, lað þær hafa
margar stundað bæði tóvinnu og vefnað eftir að þær voru
hjer.
Þetta 9 ára starf okikar lijer hefur fært mjer heim siann-
inn um það, að íslenska ullarvinnan legst ekki niður í
landinu, enda má hún ekki deyjia út með gamla fólkinu,
því hún hefur stórt, menningarlegt gildi, hefur fylgt þjóð-
inni í blíðu og stríðu frá landnámstíð, og íslenskar konur
eru frægar víða um lönd fyrir ullarvinnu sína. — Unga
fólkið tekur nú við.
Þó þessi skóli hætti nú störfum, því við Rannveig ger-
umst nú gamlar, og við viljum ekki að skólanum fari aft-
ur, þá vitum við, að tóvinnlan verður stunduð sem ein af
námsgreinunum í merkum kvennaskólia þessa lands,
Kvennaskólanum á Blönduósi, undir umsjá frú Huldu
Stefánsdóttur, sem ólst upp á stórmerku tóvinnuheimili.
Já, skólinn sá arna komst upp, og þó jeg hafi orðið að
leggja honum til nokkurt I je árlega úr eigin vasa, og ekk-
ert l'engið fyrir mitt starf, þá gleðst jeg innilega vfir því,
að hann komst á legg og hefur starfað til þessla dags. —
Jeg sje ekki eftir þeirn tíma og þeim kröftum, sem jeg hef
lagt til honum til framdráttar.
Jeg geri ráð fyrir, að liægt hefði verið að fá ríkisstyrk-
inn hækkaðan, þingmenn hafa jafnvel bent á að þess
mundi þörf, en jeg hef ekki kært mig um það, látið þessar
5 þúsundir á mánuði, í 6 mánuði, nægja til lalls: Kennara-
kaups, húsnæðis, ljóss, liita o. s. frv. — Fæðið sitt greiða
stúlkurnar að sjálfsögðu.
En þettia skólahald hefði aldrei orðið til, nema fyrir
aðstoð góðra rnanna. Fyrst og fremst, að rnjer bauðst Jjetta
góða, ódýra húsnæði á hentugum stiað. — Og nú vil jeg
nota tækifærið og þakka hjartanlega alla þá vinsenul og
elskusemi, sem við höfum orðið aðnjótandi hjá húsbænd-