Hlín - 01.01.1955, Síða 108
106
Hlin
um og heimiliisfólkinu lijer á Svialbarði. Það fæ jeg aldrei
fullþakkað. — Jeg óska öllu heimilisfólkinu góðs gengis
og Guðs blessunar í bráð og lengd.
Og eins og jeg slagði Rannveig, minn góði engill, sem
hjer hefur starfað frá byrjun með lágu kaupi og marg-
földu starfi. — Guð blessi hana og þakka henni alt gott-
'Þá þakka jeg einnig kærlega samverkiakonu okkar hjer,
Ólöfu Þórhallsdóttur, sem hefur unnið gott verk hjer í
vetur sem vefnaðarkennari, æfinlega glöð og góð, dugleg
og ötul. — Einnig þakka jeg Herdísi Þorbergsdóttur, Iiús-
freyju lijer á Eyrinni, sem hefur kent skólastúlkunum
vjelprjón undanfarna vetur. — Þá þakka jeg prestshjón-
unum alla vins'emd og góðar óskir: Sína, Þormar prests-
þjónustju og frú Ólínu prófdómarastörf.—-Nágrönnum og
góðu fólki hjer á Eyrinni og Ströndinni þakka jeg góða
samveru og óska alls góðs-
Verið öll blessuð!
Halldóra Bjarnadóttir.
Vefnaðarnámskeið á Austurlandi.
Það var vorið 1951 að jeg rjeðist á vegum Sambands
austfirskra kvennla vefnaðarkennari til Djúpavogs á 6
vikna Vefnaðarnámsskeið, er kvenfjelagið þar hjelt. —
Námsskeið þetta sóttu alls 7 konur og stúlkur, en skiftust
á sumar hverjar. Nokkrlar höfðu líka sín heimili að hugsa
um, og bættu vefnaðinum á sig sem ofanálag við sín vana-
legu skyldustörf. — Ýmislegt vtar ofið þarna: Borðdúkar,
gluggatjöld, veggteppi, sessur, reflar og tuskuteppi, sem
sjálfsagt er fyrir konur að vefa sjer eftir því sem þær geta.
— Tuskuteppi eru hlýleg, stöðug á gólfi og gott að hreinsa
þau, auk þess sem þau geta verið reglulega falleg, ef
smekklega er farið með liti og efni. — Teppi úr prjóna-