Hlín - 01.01.1955, Side 111
Hlin
109
höfðu unnið alt þiar jafnhliða sínum vanalegu húsmóður-
störfum.
Á öllum þessum stöðum, sem námsskeiðin hafa verið
haldin, hafa vefnaðaráihöld verið sæmilega góð og nægi-
legt og hentugt vefjarefni. — Og fólkið sýnt skemtilegan
áliuga fyrir því, sem þlár hefur verið starfað, með því að
koma oft í heimsókn til okkar og skoða það sem þar er að
sjá. — Hef jeg einkum haft gaman af að sjá með hve mikl-
um áhuga stálpaðar telpur virða fyrir sjer það sem þarna
ber fyrir augu. Vona jeg að áhugi þeirra verði ekki minni,
þegar þær verða það stórar að geta sjálfar sest í vefstólinn.
Öllum þeim, er á þessurn námsskeiðum hafa verið,
þakka jeg ánægjulegt samstiarf og góðar endurminningar.
Ólöf Þórhallsdóttir, Ormsstöðum í Eiðaþinghá.
Að „sóla sokka.“
Finnar eru allra manna duglegastir, allra mianna nýtn-
astir. — Fyrir nokkrum árum biritist í blaði þeirra, hinu
ágæta kvennablaði „Husmoren", lýsing á því hvernig
liægt er að „sóla sokka“, og fylgdi snið með. — Þessi snið
'hef jeg notað í mörg ár, lað svo miklu leyti sem jeg hef
notað útlenda sokka, og hafa þau reynst mjer ágætlega,
fara vel og eru handhæg.
Nú er svo komið, að íslendingar nota mikið útlenda
sokka, eða úr útiendu efni, og mun þiað vera æði drjúg-
ur skildingur af þjóðartekjunum, sem fer í þau sokka-
kaup. — Efnið í mörgum af þessum sokkum er prýðilegt,
og skaði að geta ekki notfært sjer það eitthvað (þó margir
noti það að vísu í tuskuteppi, ofin, prjónuð eða hekluð,
þá mætti það vera meira).
Þeir sem komist hiafa upp á lag með að „sóla sokkana"
sína, eru mjög ánægðir meðþá tilhögun. — Enginn kemur