Hlín - 01.01.1955, Page 113
Hlin
111
Eigin reynsla.
„Þín bjargráð bregðast eigi
til bóta á einhvern hátt.“
Fólk, sem flutti til Ameríku frá íslandi fyrir aldamót,
varð fyrir margvíslegri reynslu. Er mjer ljúft að skýra frá
dásamlegri handleiðslu rnjer og mínum til handa.
Efni voru líti'l. Börnin sex, iiið yngsta tveggja rnánaða.
— Sú óbærilega tilfinning ásótti mig dag og nótt, að við
mundum fiara á hreppinn, ef við ekki kæmumst frá ís-
landi. — Ókleift var fyrir okkur að komast öll í einu, svo
'það varð úr, að jeg fór til Ameríku með þrjú börnin. —
Maðurinn minn yrði eftir hjá sínu fólki með þrjú, treyst-
andi því, að næsta ár gætum við lagt saman og borgað far-
gjöldin fjögur, sem eftir voru.
Með sjerstöku leyfi sýslumanns fór jeg af stað án þess
að Iiafia þá peningaupphæð sem heimtuð var, utan far-
gjalds. Jeg átti góða tengdasystur í Winnipeg, sem hafði
boðið að taka á móti mjer og börnunum.
Aldrei gleymi jeg stundinni þegar lagt var frá landi.
Jeg með börnin mín þrjú. Við fórum með dönsku skipi til
Englands. — IJegar landið var að 'hverfa, fóru allir upp á
þilfar nemia jeg með yngsta barnið. Jeg kvaddi hvern
hnjúk og hvert fjall í huganum, og bað landinu blessun-
srr Guðs. Mjer fanst einhver styrkur streyma til nrín frá
fjöllunum, einhver friður frá dölunum. — Jeg mintist
með klökkva barnanna rninna og manmsins míns og bað
Guð um styrk. Skipið hjelt áfram. Landið hvarf.
Eftir stutta bið á Englandi, fór hópurinn á farþegaskip
sem fór til Ameríku. Skipið var alt annað en skemtilegt.
F.nginn túlkur var með okkur. Enginn í hópnum sem
ktinni ensku. ’Þegar við höfðum farið diagleið frá landinu,