Hlín - 01.01.1955, Side 115
Hlín
113
Þegar við komum í land í Quebec, voru allir frískir og
glaðir. Jeg gat keypt þar ýmislegt, sem jeg þurfti með fyr-
ir börnin. — Þar fór hópurinn á lest, sem hjelt áleiðis til
Winnipeg. — Einhversstaðar í Ontiariofylki vildi það
óhapp til á vesturleið, að viagninn sem við vorUm í, varð
eftir á hliðarspori viðskila við lestina. — Þetta var í smá-
bæ. — Ekki get jeg lýst þeirri tilfinningu, sem greip þenn-
an mállausa hóp. — Einn mannanna fór að útvega okkur
mat. Áður en varði, var jeg orðin peningalaus. Jeg var
svo heppin, að vera í góðum, fínum ullarsokkum, sem jeg
gat selt fyrir hálfan annan dal. — Jeg var í fallegum sauð-
skinnsskóm, og þar sem pilsið mitt var sítt, bar ekkert á
því að jeg væri berfætt. — Mikil og óvænt gleði var það
okkur, þegar íslendingur kom inn til okkar. Var
það Vilhelm Pálsson frá Winnipeg. — íslendingahópur-
inn, sem von var á til Winnipeg, kom ekki, svo hann fjekk
j^ær upplýsingar, að 47 innflytjendur hefðu orðið eftir af
lestinni á þessum stað. Hann tók næstu lest austur og fór
af í þessum smábæ og fann okkur. — Hann konr brátt með
fullan mjólkurbrúsa og miat. Man jeg að börnin grjetu af
gieði yfir að fá mjólkina. — Brátt var farið af stað til
Winnipeg og þangað náðum við innan skamms. — Allir
frískir og vel útlítandi. Ekki get jeg samt hrósað mjeraf,
að veiia vel útlítandi, því þangað kom jeg berhöfðuð og
berfætt í sauðskinnsskóm, með litlu dótturina á hand-
leggnum, og tvö börn önnur með mjer, alveg peninga-
laus. — Tengdasystir mín beið okkar á járnbrautarstöð-
inni. Tók hún okkur eins og elskuleg systir.
Þannig kom jeg til þessa lands fyrir dásamlega hiand-
leiðslu hans, livers bjargráð bregðast eigi. — Tveimur ár-
um síðar, auðnaðist mjer að geta sent peninga heim, sem
hjálpuðu til þess, að hópurinn kom allur til Ameríku
og var aftur sameiniaður.
Jóhanna frá Húsabakka.
„Árdís“ 1946.
8