Hlín - 01.01.1955, Side 116
114
Hlín
Kristniboðsfjelag kvenna fimmtíu ára.
Níunda nóvember síðastliðið ár (1954), var Kristni-
boðsfjelag kvenna í Reykjavík fimmtíu ára. Er það nú
elsta kristniboðsfjelagið og jafnframt eitt af elstu kven-
fjelögum landsins.
Um síðustu aldamót tók að bóla á nýjum lífshræring-
um í íslensku kirkjunni. Orsakir þess má rekja til trúar-
legs arfs þjóðarinniar og sumpart til áhrifa frá öðrum
löndum, þar sem trúarlíf var blómlegra en hjer.
Starlslöngun trúaðs fólks hjer virðist hafa glæðst mjög
við það, er síra Friðrik Friðriksson hóf starf sitt fyrir æsk-
una og stofnaði K. F. U. M., í ársbyrjun 1899, og nokkru
síðar K. F. U. K. — Skömmu eftir aldamótin byrjaði hjer
heimatrúboðsstarfsemi sína Sigurbjörns Á. Gíslasonar,
er og kom því til vegar, meðal annars, að farið var að gefa
út kristilegt blað, Bjarmi, sem er enn málgagn kristilegs
sjálfboðastarfs innan kirkjunnar. — Sunnudagaskóli K.
F. U. M. viar stofnaður 8. mars 1903, og starfar enn með
miklum blóma.
Stofnandi Kristniboðsf jelags kvenna og forstöðukona í
mörg ár, var frú Kirstín Pjetursdóttir, kona síra Lárusar
Halldórssonar fríkirkjuprests. En dóttir þeirra lijóna,
frú Guðrún Lárusdóttir, var í mörg ár framan af ritari
fjeliagsins og seinna forstöðukona.
Það er táknrænt, að á stofnfundi ljet frú Kirstín syngja
númer 616 í Sálmabókinni, en það er Alþingissetningar-
sálmurinn:
„Þú, Guð, ríkir há'tt yfir hverfleikans straum."
Henni hefur þótt við eiga, þegar byrja átti starf fyrir
Guðs ríki, að ekki væri minna við haft, en þegar vinna á
fyrir íslenska ríkið. — En vem kann, að hún hafi einkum
haft í huga fjórða vers sálmsins: