Hlín - 01.01.1955, Qupperneq 118
116
Hlín
menn eins og til dæmis Hans Egede, Davíð Livingstone,
Hudson Taylor, Elísabet Fry og Matthilde Wrede. —
Merkir rnenn bafa og komið í heimsókn til kristniboðs-
vina h.jer á landi, eins og til dæmis síra Storjohan, stofn-
andi norska sjómannatrúboðsins, — fyrsti íslenski kristni-
boðinn, Steinunn Hayes og rnaður hennar, bæði kristni-
boðslæknar í Kína, — danskur kristniboði frá Indlandi,
síra Iloff, Margrjet Sveinsdóttir, einnig kristniboði á Ind-
landi,dóttir einntar fjelagskonunnar.Svo mætti lengitelja.
Safnað var fje til kristniboðs, bæði á fjelagsfundum og
opinberum samkomum, en aldrei með skemtanahöldum
eða happdrætti.
Starfsemi fjelagsins varð markvissari eftir að íslenskir
■kristniboðar taka til starfa á vegum þess — og annara
kristniboðsfjelaga hjerlendis: Ólafur Ólafsson, Jóhann
Hannesson og konur þeirra, í Kína. — Þá eignuðust fje-
lögin í Reykjiavík samkomuhús gott fyrir fundi sína, op-
inberar samkomur og sunnudagaskóla. — Og loks gerðist
það aðili Sambands íslenskra kristniboðsfjelaga. — Eru nú
starfandi á vegum þess þrír ferðaprjedikarar lijer á landi
og kristniboðshjón íslensk í Eþíópíu. — Send verða þeim
til aðstoðar íslensk hjúkrunarkona á þessu ári. — Þegar
hefur verið reist fyrsta hús íslenskrar kristniboðsstöðvar í
heiðnu landi, í Konsólijeraði í Suður-Eþíópíu. — Þar er
þrjátíu þúsund manna þjóðflokkur, sem búið hefur við
kyrstöðu villimenskunnar kynslóð eftir kynslóð. — ís-
lenskir kristniboðar verða fyrstu kennarar hans, og frá
íslandi fær hann sinn fyrsta læknir, — ef að líkurn lætur.
Kristniboðsfjel. kvenna í Rvík mun ekki liafa óskað
sjer annarar gjiafar fremur á 50 ára afmælinu, en að eygja
það takmark: Stofnun íslenskrar kristniboðsstöðvar.
Og fjelagið mun ekki eiga aðra ósk heitiari en þá, að
sem flestar íslenskar konur leggi lið merkasta máli í
heimi: Málefni Jesú Krists sjálfs, — kristniboðinu.
Ólafur Ólafsson, kristniboði.