Hlín - 01.01.1955, Page 121
Hlin
119
Ferðasaga.
Tekin saman í tilefni af 75 ára afmæli Kvennaskólans
á Blöntluósi.
„Hver hlíð á lind, sem ljóðar,
og liljublóm hver grund,
hver sál á geymda sögu
frá sinnar æskustund“.
Þessar ljóðlínur hafa mjer oft flogið í huga, þegar jeg hef lesið
„Minningar úr Mentaskóla", „Minningar frá Möðruvöllum“, og
fleiri minningar úr skólum þessa lands. — En hvergi hef jeg sjeð
Minningar frá Kvennaskólanum á Blönduósi, og hafa þar þó setið
meyjar svo tugum og hundruðum skiftir úr öllum sýslum Islands.
— Allar munu þessar námsmeyjar eiga geymda sögu og minning-
ar frá sínum skólavetri, sem þær hafa oft rifjað upp sjer til
ánægju. — Jeg ætla nú, mjer til gamans, að skrifa dpp nokkrar
minningar frá för minni í Kvennaskólann á Blönduósi og dvöl
minni þar veturinn 1925 til 1926.
Mjer varð glatt í huga, þegar jeg fjekk tilkynningu um það í
júlímánuði 1925, að nú gæti jeg fengið skólavist á Blönduósi
næsta vetur. — Um skólann hafði jeg sótt árið áður, en þá ekki
fengið þar vist. — Nú var jeg nýlega orðin tvitug og opinberlega
trúlofuð. Þótti mjer í aðra röndina sem jeg væri helst til fullorðin
að setjast á skólabekk, en ákvað þó för mína.
Þegar jeg fór að athuga ferðaáætlanir skipa, en um annað en
skipsferð var ekki að tala, kom í ljós að „Esja“ gamli átti að vera
á Húsavík á vesturleið um miðjan september, en í næstu ferð ekki
fyr en komið var all-langt fram í október. — Þó skólinn ætti ekki
að byrja fyr en 1. okt. ákvað jeg að fara með septemberferðinni.
Um miðdegi 17. sept. lagðist „Esja“ á Húsavíkurhöfn í suðaust-
an stormi og rigningu. — Faðir minn flutti mig, ásamt fleira fólki,
um borð í litla bátnum sínum. — Engin var þá bryggjan komin
hjer á Húsavík, og skipið lá langt fram á höfn. — Á leiðinni fram
að skipinu gaf á bátinn, svo við vöknuðum nokkuð. — Við hliðina
á mjer sat ungur stúdent, kurteis og snotur. „Vill frökenin ekki