Hlín - 01.01.1955, Síða 122
120
Hlin
hafa sætaskifti við mig og sitja í skjóli mínu?“ spurði hann. —
Jeg þá boðið og hafði mjög gaman af, því pilturinn var miklu
minni en jeg, og því lítill skjólgjafi.
Mannmargt var um borð í „Esju“ og fjekk jeg ekki klefarúm
nema á öðru farrými, vorum við fjórar saman í klefa. — Gerðist
nú ekki tíðinda. — Morguninn eftir vaknaði jeg, þegar skipið var
komið inn á Akureyrarhöfn. — A Akureyri fór jeg í land og seldi
þar ávísun í banka. — Tók jeg þá á móti þeirri stærstu peninga-
fúlgu, sem jeg hafði þá aúgum litið, en það voru 600,00 krónur. —
Var jeg lengi að telja þann sjóð og óttaðist, að jeg fengi því aldrei
lokið og myndi telja skakt. — Fór jeg nú með peningana heim til
kunningjafólks míns, og kom þeim fyrir í litlum poka, sem móðir
mín hafði hjálpað mjer að sauma innan i skyrtuna mína. — Þann-
ig voru nú veskin ungu stúlknanna í þá daga.
Laust fyrir hádegi næsta dag kom „Esja“ til Siglufjarðar. — Þá
var komin norðaustan krapahríð og rigning. — Margir voru sjó-
veikir. — Skipið þurfti að hafa langa dvöl á Siglufirði. — Ekki
mundi jeg eftir neinum, sem jeg þekti á Siglufirði, og bjóst við að
halda kyrru fyrir um borð. — Mjer kom það mjög a óvart, þegar
maður kom um borð og spurði eftir mjer. — Hann hafði meðferð-
is stærðar vaðstígvjel, sem hann sagði að kunningjakona mömmu
minnar sendi mjer, og bæði mig að koma og heimsækja sig. —
Kvað hann færð slíka á Siglufjarðargötum, að ekki yrði þar farið
nema menn væru vel væðir, og var það orð að sönnu. — Jeg hef
vanist ýmsum farartækjum, en þetta er í eina skifti, sem vaðstíg-
vjel hafa verið mjer lögð til sem farkostur.
Frá Siglufirði fór „Esja“ morguninn eftir í stormi og hríð. — Á
Sauðárkróki lá hún meira en sólarhring og fjekst ekki afgreidd.
— Við klefanautarnir lágum lengst af í rúmum okkar og gubbuð-
um öðru hverju. — Skorað var á okkur að koma upp í sal og
dansa. — Ein okkar reyndist svo kjarkgóð að leggja í þá för,
klæddist peysufötum og reimaði á sig há stígvjel. — Það man jeg,
að föl var hún og fá, þegar hún litlu síðar kom til baka.
Næsta dag var reynt að fara inn á Blönduós, en þar reyndist
ennþá meira brim en á Sauðárkróki, og sigldi því „Esja“ áfram til
Hvammstanga, þar var logn og blíða. — Nú voru góð ráð dýr:
„Esja“ orðin langt á eftir áætlun og fjórtán farþegar, sem í land
þurftu á Blönduósi komnir þar fram hjá. — Málið var rætt og
yfirvegað, og að síðustu samið við skip frá Haugasundi í Noregi,
sem var að taka sauði til útflutnings á Húnaflóahöfnum, um að
taka okkur um borð og flytja okkur til Blönduóss.
Seint um kvöldið vorum við ferjaðar á milli skipanna, allar