Hlín - 01.01.1955, Side 123
Hlin
121
fjórtán. — í þeim hópi vorum við 9 námsmeyjar, forstöðukona
Blönduósskóla, Kristjana Pjetursdóttir, Sigríður Theodórsdóttir
og Rannveig Jónasdóttir, kenslukonur, og mæðgur tvær, sem jeg
aldrei vissi nein deili á, en fanst mörgum árum seinna, þegar jeg
las „Sölku Völku“ Kiljans, að þar hefði Salka og móðir hennar
verið að koma „að norðan".
Þegar við komum um borð í norska skipið var farið að koma
okkur þar fyrir, ennþá var ólendandi á Blönduósi. — I skipinu
var ein stór káeta með löngu borði og bekkjum meðfram á báðar
hliðar. — Gengið var á bakborða úr káetunni inn í klefa skip-
stjóra, en þar var tvíbreitt rúm og stór bekkur. — Gátu fjórar af
okkur sofið þar. — Var nú vöktum skift, og sváfum við til skiftis
í klefanum, en þær, sem við langborðið sátu, sváfu fram á hendur
sínar, ef þeim varð svefns auðið. — Kolaofn var í káetunni og sat
maður við hann alla nóttina og varðveitti eldinn. Þar munu einn-
ig hafa verið höfð vaktaskifti, því um kvöldið sat við ofninn ungur
maður, en um morguninn var þar roskinn maður, og flaug okkur
þá í fyrstu í hug, að hann mundi hafa elst svona um nóttina við
hina ábyrgðarmiklu gæslu!
Um morguninn hjelt skipið til Blönduóss, en þar var þá sem
fyr hvítur brimskafl með allri ströndinni og alls ólendandi. —
Sigldi þá skipið vestur yfir þveran Húnaflóa og til Hólmavikur á
Steingrímsfirði. — Þar var indælt veður og mættum við „Esju“,
er hún sigldi út Steingrímsfjörðinn. — Var hún þá búin að fá af-
greiðslu bæði á Borðeyri og Hólmavík. — Við fórum.nú allar upp
á þiljur og veifuðum til „Esju“.
Þegar hjer var komið, gerðumst við matarþurfi, en skipstjóri litt
byrgur af vistum. -— Ljet hann skjóta út báti og sækja nýtt kjöt
til Hólmavíkur. — Reyndist okkur það munntamt og niðursoðnu
ávextirnir, sem við fengum á eftir, ekki síður. — Er þar skemst
af að segja, að næstu nótt vorum við um borð í skipinu við sömu
aðbúð og áður. — Klukkan 10 morguninn eftir vorum við komnar
inn á Blönduóshöfn. — Lítill mótorbátur, með stóran uppskipun-
arbát í togi, kom fram að skipshlið. — Veður var nú miklu
hægra og brimið hafði lægt. — Stóri uppskipunarbáturinn var nú
hlaðinn af koffortum okkar, töksum og sængurfatasekkjum, varð
það brátt hár búlki. — Þegar farangur var kominn ofan í bátinn,
aftan og framan, vorum við allar látnar fara þangað á eftir, og
raðað í bátinn, aftan og framan við búlkann, eins og síldum í
tunnu. — Þrjár stúlkur urðu þó að hafa sæti uppi á búlkanum,
meðal þeirra var forstöðukonan, Kristjana Pjetursdóttir. — Nú
var tekið að hvessa af suðaustri, beint á móti bátnum, og virtist