Hlín - 01.01.1955, Page 127
Hlín
125
dansinn lengi, því brátt kvöldaði og kólnaði. Var okkur þá skipað
niður í klefa skipverja, sem allir gengu úr klefum sínum fyrir
okkur. — Sváfum við tvær í hverju rúmi, enda vorum við grann-
ar og nettar þá.
Til Ólafsfjarðar komum við snemma morguninn eftir. — Þar
kom vjelbátur í veg fyrir skipið til að sækja eina námsmeyna,
sem þar átti heima, var það herbergisnautur minn frá því um
veturinn.
Þegar til Akureyrar kom, laust fyrir hádegi, tilkynti skipstjór-
inn að skipið mundi tefja þar allan daginn og ekki fara fyr en kl.
12 á miðnætti. — Um kvöldið mundu verða gestir um borð, og
yrðum við því helst að vera í landi uns skipið færi.
Við snyrtum okkur nú sem best og prýddum. — Fjórar okkar
áttu grænar prjónadragtir, sem við höfðum keypt frá París seinni
partinn um veturinn og gráa, litla hatta, sem við vorum mjög
stoltar af. — I þessum skrúða gengum við upp í Akureyrarbæ, og
vissulega vöktum við eftirtekt. — Mjer er það minnisstætt, að
þegar við gengum eftir Strandgötunni mættum við tveimur ung-
um drengjum, sem stönsuðu og gláptu á okkur. — Þá segir annar
þeirra: „Þetta eru kvennaskóladömurnar frá Blönduósi, þær eru
í einkennisbúningi, og sjáðu litlu hattana.“ — „Já,“ svaraði hinn:
„Þeir eru svona litlir af því að vitið er að sprengja þá af kollun-
um.“ — Svo skellihlógu þessir ungu Akureyringar og hlupu inn
í húsasund. — En það lækkaði heldur á okkur risið. Þegar við
fórum að athuga, var þetta áberandi satt, sem strákarnir sögðu.
Hattarnir voru alt of litlir. Parísardömurnar voru allar búnar að
klippa á sig drengjakoll um þessar mundir, en við fjórmenning-
arnir vorum allar með stórar hárfljettur, sem við settum í krans
í hnakkanum og hattarnir rjett tyltust á kransinn. — Mjer leið illa
í þessum hugleiðingum, og var í talsverðum vanda stödd. Jeg var
orðin alveg peningalaus og fanst ilt að koma heim með skuld á
baki. Ennþá verra fanst mjer þó að koma heim til Húsavíkur
með hlægilega lítinn hatt á höfðinu! — Jeg tók því þá ákvörðun
að taka lán hjá skólasystur minni á Akureyri, fór síðan inn í hatta-
búð og keypti mjer fínan hatt, sem kostaði 20 krónur, og þá þótti
það afardýrt. — Og sjá, hatturinn small alveg niður að eyrum,
jeg gat rjett gægst undan barðinu á honum, svo þetta var ljóm-
andi gott', alveg móðins. — Og nú var jeg ánægð með tilveruna
á ný.
Við, sem lengra áttum að fara en til Akureyrar, sátum í góðu
yfirlæti við kaffidrykkju og gleðskap hjá einni skólasystur okkar
þar fram á kvöld. Með kvöldinu tók að rigna. — Við þrjár, sem