Hlín - 01.01.1955, Síða 129
Hlin
127
„Skyttan" sjer inn í miðjan kvennahópinn, tók utanum eina stúlk-
una og sagði um leið og hann veifaði til okkar niðri í bátnum: ,-Ó,
hvað jeg er nú glaður. — Nú getum við farið að hafa það heldur
huggulegt hjer á skipinu, þegar trúlofaði vargurinn frá Húsavík
er farinn!“
Arníríður Karlsdóttir.
Æskuminningar.
Við gamla fóllýð skemtum okkur oft við gamlar minningar, og
gerum samanburð á liðnum tíma og hinum nýja, að því leyti sem
við fylgjumst með nýja tímanum. — Nú er það tíska að ferðast
um landið, þvert og endilangt, og það er vel. — Datt mjer þá í
hug fyrsta ferð mín til Reykjavíkur fyrir 55 árum, eða 1899. Þá
var jeg ung stúlka, en samt alt það sumar oft frá verkum og þol-
laus af tannpínu, og allar mínar tennur skemdar. Var því ekki um
annað að gera en losna við þær. En það var ekki hægt um vik:
Enginn tannlæknir eða tannsmiður á Norðurlandi. — Ekki var
að tala um bíla eða flugvjelar, og skip mjög fá milli Norður- og
Suðurlands, enda vissum við, upp til sveita, lítið um áætlanir
þeirra. — Þá var það að föður mínum datt í hug, að jeg gæti farið
suður Sprengisand með sunnlenskum mönnum, sem altaf komu
að sunnan á vorin til að vera í kaupavinnu yfir sumarið. — Ekki
fanst mjer það álitlegt, samt talaðist svo til, að tveir þeirra tóku
að sjer að sjá um, að jeg kæmist til Reykjavíkur. — Ekki var
undirbúningur mikill, ekkert saumað eða því um líkt, engin efni
á því. — Jeg keypti afsláttarhest, sem svo var kallað, stólpagrip,
vel vakran og viljugan. 35 krónur kostaði hann, og var það víst
aðalsumarkaupið mitt fyrir það sumar. — Farangurinn var spent-
ur við söðulinn, ekki var það meira. — Lagt var á stað frá Mýri,
sem þá var síðasti bærinn í Bárðardal, kl. 6 að kvöldi. — Farið
var suður fyrir Kiðagil og á Tjarnartorfur, og er það víst síðasti
hestahaginn norðan við Sandinn. — Þar var tjaldað, og voru þar
þá fyrir menn, sem voru að fara í göngur. — Þá var fyrst að
borða og síðan að leggjast fyrir í tjaldið. Vorum við 6 í hópnum.
Ekki voru þægindin mikil: Söðulsessuna hafði jeg undir höfðinu