Hlín - 01.01.1955, Qupperneq 141
Hlín
139
Jeg man þegar hún kom heim með þvottinn óhreinan frá sæng-
urkonunum. Þvoði hann sjálf og sendi mig svo með hann.
Jeg held hún hafi snemma fundið sannleikann í þessum orðum
meitsarans: „Sá sem vill verða mestur sje þjónn allra.“
Brjefaskóli S. í. S. — S. í. S. hefur nú um nokkur ár starfrækt
Brjefaskóla. — Fer öll kensla þar fram brjeflega og er námsgjald
ekki hátt. — Er þetta til ómetanlegrar hjálpar þeim, er þannig eru
settir, að þeir komast ekki í skóla, en langar til að afla sjer fróð-
leiks og mentunar. — Líka er þetta ágætt fyrir þá, sem hafa hug
á að afla sjer þekkingar í einhverju sjerstöku fagi. — Og eru
námsgreinar skólans orðnar allmargar, og því eitthvað fyrir flesta.
— Kenslutilhögun er þannig, að allir, sem hug hafa á, geta not-
fært sjer skólann, þar sem miðað er við það, að námið geti menn
stundað í frístundum sinum.
Brjefafjöldinn er misjafn eftir hinum ýmsu námsgreinum. —
Jeg hef lagt stund á eina námsgrein þar, og fjell það mjög vel. —
Kenslugjaldið var tæpar 100 krónur. — I þeirri grein voru 4 brjef,
og þrír mánuðir ætlaðir til að svara hverju brjefi, en auðvitað
mátti það taka styttri tima, og geta nemendurnir sjálfir því mikið
ráðið námshraðanum.
Að námi loknu gefur Brjefaskólinn einkunnaskírteini. — O. Þ.
Úr bókirmi: „Lýsrtié Þingeyjarsýslu" (Ritsafn Þingeyinga): —
„í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu eru taldir 340 hólmar og eyjar,
sem gras festir á. — Laxá er eitt hið vatnsmesta bergvatn á Islandi
og langsamlega fegurst og frjósamast. — Vatn Laxár hefur sjer-
stakan lit, sem varla verður með orðum lýst. — Fuglalíf er meira
við Laxá en við nokkurt annað straumvatn á íslandi. — Flestar
tegundir íslenskra anda verpa við Laxá. — Sje farið með ánni að
áliðnu sumri, þegar ungarnir ^ru orðnir vaxnir, er líkast að sjá
fjölfarna götu í stórborg, svo mikil er ös fuglanna og ferð um ána.
Mývatnssveit: — Bygðin er bundin við vatnið, það er orsök og
upphaf hinnar einu blómlegu bygðar á hásljettu Islands.“
Bókamaður skrifar: Um íslensk orðtök: — Jeg hef verið að lesa
nýju bókina hans Halldórs Halldórssonar, doktors: „Islensk orð-
tök“. Það er í fyrsta skifti, sem jeg hef lesið orðabók mjer til gam-
ans. „I íslenskum orðtökum speglast menning íslendinga og for-
feðra þeirra. — Líkingarnar, sem í þeim felast, eru þaðan runnar.
'— Barátta kynstofnsins við sjóinn, amstur forfeðranna við
skepnurnar, hernaður þeirra, föndur, veiðar, íþróttir, dægradvalir,
hafa orðið uppistaðan í þeim myndum, sem orðtökin geyma.“
Skálholt: — Yfir gröf hjer í kirkjugarðinum var í fyrtsa sinn
sunginn sálmurinn: „Alt eins og blómstrið eina.“ — Hjer störfuðu