Hlín - 01.01.1955, Qupperneq 142
140
Hlin
mætustu menn síns tíma í 729 ár. — Hjer var Nýjatestamentið
fyrst þýtt á móðurmálið. — Hjer flutti meistari Jón Vídalín sínar
frægu prjedikanir. — Hjer var fyrst skráð kirkjusaga þjóðarinnar.
Síra Friðrik J. Raínar.
Landnáma segir frá 450 mönnum, sem námu ísland.
Islendingabók: — Það er saga þjóðarinnar um 500 árabil, frá
landnámstíð til 1400.
Asgeir Magnússon, sem skrautritar manna best, skrifar: —
Skriftin, sem þú minnist á, er ekki neitt betri hjá mjer en hún gæti
verið hjá svo sem öðrum eða þriðja hverjum manni, ef kensla
væri góð, og sá andi rikjandi, að vanda skrift sem annað, sem
maðurinn leysir af hendi.
Kona af Vesturlandi skrifar veturinn 1955: — Bænheyrsla eða
hvað? Jeg er ein í bænum og rifjast þá upp í huga mínum minn-
ingar frá liðinni tíð, þar á meðal atvik eitt, sem skeði fyrir tveim
árum:
Hjer í bygðarlaginu var sjúklingur, sem þurfti að komast til
Reykjavíkur. — Það var um hávetur og bílvegir teptir. — Þegar
svo er ástatt, verður flugvjelin eina úrræðið. — Flugvöllur var
enginn í sveitinni, og því ekki hægt að kalla á Björn Pálsson til
hjálpar. — Aætlunarflugvjel hjelt uppi ferðum frá Reykjavík
norður á firði, og varð það að ráði að fá hana til að setjast á sjó
skamt undan landi þar sem sjúklingurinn átti heima, og var þetta
þá ekki mikið úr leið hjá flugvjelinni. — Veðri var þannig háttað,
að það gekk á með vestan jeljum, vægum þó, en gott veður á
milli. — Flugvjelin ætlaði að setjast á tilteknum tíma, og átti þá
sjúklingurinn að vera kominn á staðinn. — Hrundið var bát á
flot, og sjúklingurinn, sem var rúmliggjandi, fluttur á ákvörðunar-
stað. — Flugvjelin sást koma að sunnan. Hún hringaði sig yfir
staðnum, en hjelt svo áfram norður, án þess að setjast.
Sú, sem línur þessar ritar, átti heima í sama bygðarlagi og
sjúklingurinn, og er sveitasími á milli bæjanna. Var því auðvelt
að fylgjast með öllu sem gerðist. — Síminn hringdi, jeg tek
heyrnartólið og hlusta. Jeg heyri að verið er að tilkynna, að flug-
vjelin ætli ekki að taka sjúklinginn fyr en í bakaleið. Jeg legg frá
mjer heyrnartólið og sest við vinnu mína, en mjer fjellust hend-
ur. — Jeg fer að hugsa um sjúklinginn og mennina, sem með voru
úti á sjó í litlum opnum trillubát í kalsaveðri, og verða annaðhvort
að bíða þannig, hver vissi hvað lengi, eða þá að fara í land aftur
og bera rúmið með sjúklingnum í heim til bæjar, sem var talsvert
erfitt. — Ekki væri undarlegt, þó veikur maður fyltist vonleysi og
kvíða undir slíkum kringumstæðum, þar sem lika veðurútlit var