Hlín - 01.01.1955, Qupperneq 145
Hlin
143
frásögnum um efnið frá hverjum sem það kæmi. — Mjer finst
margt svo merkilegt frá þeim tímum, þegar enga hjélp var að fá
frá lærðum læknum eða ljósmæðrum, hve alt bjargaðist þó vel af.
Árið 1845 bygði ungur maður, Stefán Björnsson, býli (nýbýli)
í Stafnslandi í Reykjadal, þar hafði eigi áður bygt verið. — Hann
var þjóðhaga smiður og kona hans, Hólmfríður Jóhannesdóttiir,
frá Geiteyjarströnd við Mývatn, listfeng í höndum á sauma, knipl
o. fl., er þá tíðkaðist. — Bæði voru þau talin afburða dugleg. —
Eflaust hafa þessi ungu hjón trúlega rækt boðorðið að elska,
byggja og treysta á landið. — Eflaust þurfti ekki minna af dygðum
þessum þá, fyrir 100 árum, en nú á dögum til að byggja sjer bú-
stað á óræktuðu heiðarlandi. — Mörg og þung hefur sú raun ver-
ið, er oft lagðist á hug og herðar þessara hjóna. — Þau eignuðust
og ólu upp 9 böm, og auk þess áttu tvær gamlar konur athvarf
hjá þéim sín síðustu æfiár.
Það er nú aðeins eitt atriði frá þessu litla nýbýli, sem jeg ætla
að segja frá. — Þegar konan lagðist á sæng í 4. sinn, var enga ljós-
móður að fá, og var því leitað til manns, er oft áður hafði hepnast
vel að hjálpa undir þessum kringumstæðum. — Maður þessi var
Jóhann Ásgeirsson, faðir Sigurbjarnar Jóhannssonar frá Fóta-
skinni, og afi Jakobínu Johnson, skáldkonu í Ameriku.
Þegar til hans var komið að leita hjálpar frá Stafnsholti, sagði
hann: „Mikill andskotans asni er Stefán, hann veit þó, að jeg geri
ekkert annað en bölva.“ — En samt fór hann og veitti þá aðstoð,
sem óskað var eftir. — Hann sagði frá atburði þessum seinna á
þennan hátt: „Fyrst fæddist stúlka, spræk og heilbrigð, það var
nú ágætt, svo kom drengur bráðlifandi, og þá Ijetti manni fyrir
brjóstinu, en þótti þó nóg um, en þegar jeg fór að vitja um konuna
og hagræða henni, fann jeg barnhönd. Þá bölvaði jeg ekki, jeg
bað Guð almáttugan um hjálp og styrk, og hann heyrði til mín.“
Börnin komust öll til fullorðnisára. — Eitt sinn, er Jóhann hitti
móðurina við kirkju með þríburana, klappaði hann á kollinn á
þeim og sagði: „Mikið gerðuð þið mig hræddan, þegar jeg sá
ykkur : fyrsta sinn, jeg hafðj ekki vitað fyrir, að Jóhann gamli
gaeti orðið svona hræddur.“
Guð gefi íslensku þjóðinni á öllum tímum sem flestar hetjur,
menn og konur, sem vita hvar á að leita styrks og hjálpar á
Þyngstu stundum lífsins.
Erá kvenfjelagina „Hlín“ í Höfðahverfi, S.-Þing.: — Jeg ætla
nu að segja þjer lítillega frá störfum Sigurlaugar Jónsdóttur, að
Kolgerði hjer í hrepp, sem var hjálparstúlka hjá kvenfjelaginu
veturinn 1953—4. — Hún var ráðin frá veturnóttum til sumar-