Hlín - 01.01.1955, Síða 146
144
Hlin
mála, til að hjálpa þar sem veikindi bar að höndum, og eins var
hún hjá sængurkonum. -—- Þetta starf var ákaflega vel sjeð, og
kom sjer vel í fólksfæðinni, enda stúlkan vel kynt af öllum, sem
hana þekkja. — Sigurlaug var ráðin þannig, að hún hafði 1200
krónur fast kaup frá fjelaginu fyrir allan tímann, en 25 krónur
borguðu þeir á dag, sem hún vann hjá. — Svo átti hún sjálf þann
tíma, sem hún var ekki við hjálparstörf, en meiripartinn af vetrin-
um þurfti hennar með. — Hún var á 8 stöðum yfir veturinn.
Tveir hreppar í Austur-Húnavatnssýslu hafa haft hjálparstúlk-
ur s. 1. vetur. — Hafa þær starfað á vegum Kvennasambandsins.
— Oskandi væri að sem flestir bæir, kauptún og hreppar hefðu
ástæður til að ráða til sín hjálparkonur, og notfærðu sjer um leið
hin nýju lög, sem heimila styrk til þeirra hluta.
Kona í fjalldal á Norðurlandi skrifar: — Við höfum verið að-
eins þrjú í vetur, í staðinn fyrir 7—8 manns á undanförnum árum,
og er slíkt mikill munur. — Hljóðleikinn og kyrðin var svo mikið
í húsinu, eftir að systurnar fóru allar, og unglingar tveir, sem voru
einnig í sumar, að vel hefði mátt heyra strá detta. — En nú stytt-
ist óðum til vorsins, og sólin hækkar sinn gang. — Þá heldur æsk-
an aftur innreið sína í bæinn og húsið ómar aftur af glaðværum
röddum og söng. Já, söng um sólina, vorið og blómin. — Þá verða
voryrkjuáhöldin tekin fram, hönd lögð á plóginn til hjálpar hin-
um blundandi öflum, er svo lengi hafa hvílst undir fannablæju
vetrarins, þá er sumar og það flytur fegurð og lífsyndi með sjer.
— Veturinn hefur verið með fádæmum góður, vonandi að menn-
irnir gleymi ekki að þakka alföður svo góða og stóra gjöf.
Kona á Nor&uríandi skrifar: — Blessað sumarið heilsaði með
sólskini og sunnanvindi. — O, bara að frostin verði ekki langvinn
nú, því litlu blómin eru vöknuð af dvala vetrarins og öll trjen
standa með þrútnandi brum og sum útsprungin, en nú er þeim
svo hætt við kali, ef frostin verða lengi. Og maríuerlan var kom-
in í varpann og lóan söng „dýrðin, dýrðin", og helsingjarninr klufu
loftið, með sínu sjerkennilega oddaflugi og dillandi söng. — Já,
enn er komið blessað sumar! Hvað skal það bera í skauti sínu? —
Vonandi árgæsku og frið á jörðu.
Frjettir frá Noregi: — Handavinnukennari var á ferð í Noregi
nýlega til þess að kynna sjer ýmislegt viðvíkjandi skólahaldi og
skólarekstri. — Hann heimsótti tvo merka skóla á ferð sinni:
Kennaraskóla karla í handavinnu á Blaker í Austur-Noregi og
Lista handverksskóla (Kunsthaandværksskole) á Voss, ekki all-
langt frá Bergen (2. ára skólar). — Báðir þessir skólar eru fyrir-
myndarskólar, hvor í sinni röð, og gamlir í hettunni.