Hlín - 01.01.1955, Page 153
Hlin
151
Einmánuður andar nepju,
öslar snjó og hendir krepju.
Harpa vekur von og kæti,
vingjarnleg og kvik á fæti.
Skerpla lífsins vöggu vaggar,
vitjar hreldra, sorgir þaggar.
Sólmánuður ljóssins ljóma
leggur til og fuglahljóma.
Heyannir og hundadagar
hlynna að gæðum fróns og lagar.
Tvímánuður allan arðinn
ýtum færir heim í garðinn.
Haustmánuður hreggi grætur,
hljóða daga, langar nætur.
Gormánuður grettið tetur,
gengur í hlað og leiðir vetur.
Ylir ber, en byrgir sólin,
brosa stjörnur, koma jólin.
GÁTUR.
Olafur Pálsson, bóndi á Sörlastöðum í Fnjóskadal, skrifar
haustið 1954: „Mig langar til að biðja þig að taka upp í næstu
„Hlín“ endurprentun og leiðrjettingu á gátunni um „Eldspýtuna“,
sem birtist í 36. árg. — Gátan er frá öldinni sem leið, ort af Sigur-
jóni Bergvinssyni bónda og hreppsnefndaroddvita hjer á Sörla-
stöðum.
Þó að jeg sje mögur og mjó,
margra næ jeg hylli,
út í skógi eitt sinn bjó
aldintrjánna milli.
Svo var jeg í fjötur færð
og feld að höfði gríma,
inni’ í búri bundin, særð,
beið svo langa tíma.