Hlín - 01.01.1955, Page 155
Hlin
153
TÓLFSONA-KVÆÐI.
Söguljóð írá 17. öld, ort hefur Guðmuudur Bergþórsson.
Fyrðum bæði’ og falda ungri gefni,
færa vildi’ jeg gamansemdar efni,
og þeim stuttan birta brag,
sem breyta eftir holdsins hag með heimsins lag.
Æðstur þeirra örlögum kann breyta
og aðstoð hreldum veita.
Fyrir landi rjeði’ og lýðum nokkurn tíma
lofðung sá, sem tamur var að stíma,
drotning átti dýra hann,
dygða sprundið sjá vel kann um ríkan rann,
en fylkir hennar fullur var af rambi,
forsi og miklu drambi.
Á því var hann oftast nær að klifa:
- æ, hvað lengi mun jeg fá að lifa?
Einn spekingur ansar þá:
Aldrei muntu dauðann sjá, sú er mín spá,
fyr en son þú hugvit^saman hefur,
og hann þjer frjettir gefur.
Kættist sá, sem kunni’ að beita geiri,
kom þá fram hans hrekkjafjöldinn meiri:
Aldrei son jeg eiga skal,
sem inn kemur í þennan sal með frjettaval,
lengi mun jeg þá lífdagana teygja
og loksins aldrei deyja.
Byrjaði’ hann þá breytni harða og stirða,
börn sín ljet í ungdæminu myrða,
ellefu hann átti þó,
ungbörnin með litla ró, í söltum sjó
sonu ljet hann sína alla deyða,
sá nam dygðum eyða.