Hlín - 01.01.1955, Side 156
154
Hlin
Drotningin var döpur af sorg og pínu,
dróg hún aldrei skart að holdi sínu,
þegjandi bar þungan móð,
þorði ekki’ að mæla fljóð hvað í brjósti bjó.
Þunguð varð hún þó í tólfta sinni,
(það trúi jeg sagan inni).
I þann tíma áfjell nokkur vandi
orusta þar byrjaði í landi,
bjó sig ræsir burt með þjóð,
bar í huga sáran móð fyrir sjálfs síns jóð.
Af borgurunum buðlung tekur eiða
að barnið skuli þeir deyða.
Á burt síðan arkaði gætir landa,
eðla frúin bíður í þungum vanda,
að fullum tíma fæddi son,
fjekk hún af því angursvon, en ljet ei lon:
Borgarana biður hún sjer vægja
og barnsins nauðum hægja.
Aumkvuðu allir ánauð heiðurssvanna,
enginn dirfðist borgarinnar manna
að auka hennar ófögnuð,
af því hræddist sannan guð og hans söfnuð.
Miskunsemina mintust á að hafa
og margt um þetta skrafa.
Bauð þá alla barnið við að pína,
þeir béru það upp á ráðstofuna sína,
fátækur þar bóndi bjó,
brjótur stála frómur þó, sá dygð ei dróg,
biðja þeir hann barnið upp að faéða
og búralega klæða.
Hjelt nú ræsir heim í borg með mengi,
hann beið ekki spurninganna lengi,
hvert búið deyða barnið sje:
Birtið þetta rjett fyrir mjer, svo ræsir tjer,
allur játar innan borgar lýður
og ekki lengi bíður.