Hlín - 01.01.1955, Side 157
Hlín
155
Sat nú ræsir sorgum fyrtur og kvíða,
svo gjörðu fram stundirnar að líða,
öðlings niður ungur þá
uppfóstraðist bónda hjá og barst lítt á.
Flíknatötrum firðar um hann múra
og föður hans nefndu búra.
Þá tólf ára var tiggja mögurinn svinni,
hann tók að hænast eftir móður sinni,
heimulega hvern dag þó
á herragarðinn leynt sig dróg, þar buðlung bjó.
Gramur vissi’ ei grand um þetta efni,
jeg get honum feigðin stefni.
Einhvern dag, þá ýtar fóru til leika
inn á hallargólfið sveinninn reikar,
kóngur segir: Þrællinn þinn,
þú snáfar hjer tíðum inn, jeg fregn þá finn,
en hirðir þó ei huga minn að kæta,
hvað sem gjörir að græta.
Sveinninn ei við svoddan ræðu þagði,
sjer að kóngi víkur hann og sagði:
Ekki seint og illa skal,
jeg bið hlýði þegnaval á þetta tal:
Ut á skóg jeg arkaði' í morgun snemma
aldinblóman kenna.
Eikur sá jeg að tvær saman stóðu,
önnur græn og var með blómi góðu,
hin var eikin föl og fá,
furðu visin lauf þar á jeg svoddan sá.
Laufeikina leist mjer fyrst að reyna,
lundur stáls nam greina.
Stakk jeg hníf minn stofninn í að bragði,
strax úr trjenu eiturgusu lagði,
í stofninn bjúga stakk jeg þá
strax kom hunang hnífnum á, jeg svoddan sá.
Fanst mjer mikið fyrst um þetta efni,
fram þó lengra stefni.